Fordæmalausar aðgerðir gegn Ungverjum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. september 2018 06:00 Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Vísir/EPA Evrópuþingið samþykkti í gær, með 448 atkvæðum gegn 197, að beita Ungverja fordæmalausum refsiaðgerðum vegna meintra brota ríkisstjórnar Viktors Orbán forsætisráðherra gegn grunngildum Evrópusambandsins. Orbán-stjórnin var sögð hafa ráðist gegn fjölmiðlum, minnihlutahópum og lögum og reglu en þessum ásökunum hafnaði Orbán. Tvo þriðju hluta greiddra atkvæða þurfti til að virkja sjöundu grein Evrópusáttmálans, sem felur í sér að svipta aðildarríki ákveðnum réttindum. Það tókst og munu þjóðarleiðtogar nú þurfa að fara yfir málið. Þá kemur í ljós hvort eða hvaða refsiaðgerðum verður beitt en þetta er í fyrsta skipti sem Evrópuþingið samþykkir aðgerðir sem þessar gegn aðildarríki. Ákvörðun gærdagsins var tekin eftir harða gagnrýni undanfarinna missera á stefnu Orbáns í innflytjendamálum. Ríkisstjórn hans hefur fylgt harðlínustefnu í málaflokknum, einkum gagnvart flóttamönnum. Meðal annars hefur verið gripið til þess að gera „aðstoð við ólöglega innflytjendur“ refsiverða. Þá hefur Orbán-stjórnin einnig bolað í burtu óháðum félagasamtökum sem leggja áherslu á að hjálpa flóttamönnum. Orbán hélt sjálfur ræðu fyrir Evrópuþinginu á þriðjudaginn. „Skýrslan sem þið hafið fyrir framan ykkur er móðgun við Ungverjaland og við heiður ungversku þjóðarinnar,“ sagði Orbán þá og bætti því við að aðförin gegn Ungverjum væri ósanngjörn. Ríkið hefði fullan rétt til þess að byggja stefnu sína á „kristilegum fjölskyldugildum“. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Ungverjaland Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Evrópuþingið samþykkti í gær, með 448 atkvæðum gegn 197, að beita Ungverja fordæmalausum refsiaðgerðum vegna meintra brota ríkisstjórnar Viktors Orbán forsætisráðherra gegn grunngildum Evrópusambandsins. Orbán-stjórnin var sögð hafa ráðist gegn fjölmiðlum, minnihlutahópum og lögum og reglu en þessum ásökunum hafnaði Orbán. Tvo þriðju hluta greiddra atkvæða þurfti til að virkja sjöundu grein Evrópusáttmálans, sem felur í sér að svipta aðildarríki ákveðnum réttindum. Það tókst og munu þjóðarleiðtogar nú þurfa að fara yfir málið. Þá kemur í ljós hvort eða hvaða refsiaðgerðum verður beitt en þetta er í fyrsta skipti sem Evrópuþingið samþykkir aðgerðir sem þessar gegn aðildarríki. Ákvörðun gærdagsins var tekin eftir harða gagnrýni undanfarinna missera á stefnu Orbáns í innflytjendamálum. Ríkisstjórn hans hefur fylgt harðlínustefnu í málaflokknum, einkum gagnvart flóttamönnum. Meðal annars hefur verið gripið til þess að gera „aðstoð við ólöglega innflytjendur“ refsiverða. Þá hefur Orbán-stjórnin einnig bolað í burtu óháðum félagasamtökum sem leggja áherslu á að hjálpa flóttamönnum. Orbán hélt sjálfur ræðu fyrir Evrópuþinginu á þriðjudaginn. „Skýrslan sem þið hafið fyrir framan ykkur er móðgun við Ungverjaland og við heiður ungversku þjóðarinnar,“ sagði Orbán þá og bætti því við að aðförin gegn Ungverjum væri ósanngjörn. Ríkið hefði fullan rétt til þess að byggja stefnu sína á „kristilegum fjölskyldugildum“.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Ungverjaland Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira