Trump hafnar tölum um mannskaða á Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2018 14:23 Þegar Trump heimsótti Púertó Ríkó rétt eftir að María gekk yfir sagði hann fólki sem hann hitti meðal annars að skemmta sér vel. Vísir/EPA Tæplega þrjú þúsund íbúar Púertó Ríkó fórust ekki af völdum fellibylsins Maríu eins og áætlað hefur verið, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann sakar demókrata jafnframt rakalaust um að hafa „búið“ til hærri tölu um mannskaða til að koma höggi á sig. Athygli vakti þegar Trump stærði sig af því í gær að ríkisstjórn hans hefði staðið sig „stórkostlega“ í viðbrögðum við fellibylnum Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó, sem er yfirráðasvæði Bandaríkjanna, fyrir ári. Viðbrögðin hefðu enn fremur ekki „hlotið það lof sem þau áttu skilið“. Þetta fullyrti forsetinn þrátt fyrir að nýleg rannsókn George Washington-háskóla hafi áætlað að 2.975 manns hefðu látið lífið vegna fellibylsins og skorts á heilbrigðisþjónustu, rafmagni og hreinu vatni mánuðina á eftir. Yfirvöld á eyjunni höfðu áður aðeins talið að 64 hefðu farist vegna hamfaranna. Á Twitter ýjaði forseti Bandaríkjanna að því að það væri hann sjálfur sem væri raunverulegt fórnarlamb hamfaranna á Púertó Ríkó og að það væri demókrötum að kenna. „3.000 manns dóu ekki í fellibyljunum tveimur sem gengu yfir Púertó Ríkó. Þegar ég yfirgaf eyjuna EFTIR að stormurinn fór yfir voru þeir með hvar sem er á milli 6 og 18 dauðsföll. Eftir því sem tíminn leið hækkaði það ekki mikið,“ tísti Trump þrátt fyrir að opinberar tölur um mannskaða hefðu hækkað um tugi manna frá þeim tölum sem hann hafði heyrt fyrst eftir að María gekk yfir.3000 people did not die in the two hurricanes that hit Puerto Rico. When I left the Island, AFTER the storm had hit, they had anywhere from 6 to 18 deaths. As time went by it did not go up by much. Then, a long time later, they started to report really large numbers, like 3000...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 13, 2018 „Það voru demókratar sem gerðu þetta til þess að reyna að láta mig líta út eins illa og mögulegt er þegar ég var að ná árangri í að safna milljörðum dollara til að hjálpa til við endurreisn Púertó Ríkó. Ef manneskja deyr af einhverri ástæðu, eins og hárri elli, bætum henni þá bara á listann. Slæm pólitík. Ég elska Púertó Ríkó,“ tísti Trump......This was done by the Democrats in order to make me look as bad as possible when I was successfully raising Billions of Dollars to help rebuild Puerto Rico. If a person died for any reason, like old age, just add them onto the list. Bad politics. I love Puerto Rico!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 13, 2018 Washington Post bendir á að aðferðafræði rannsóknarinnar sem Ricardo Rosselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó, lét gera bjóði ekki upp á að fólk sem dó af náttúrulegum orsökum væri talið sem fórnarlömb hamfaranna. Rannsakendurnir báru saman dánartíðnina á eyjunni í kjölfar Maríu saman við þá sem hefði verið að vænta án fellibylsins. Jafnvel sumir þingmenn repúblikana gagnrýndu nýjustu tíst forsetans, sem hefur áður sakað íbúa Púertó Ríkó um að vilja fá allt upp í hendurnar eftir Maríu. Þannig sagðist Ileana Ros Lehtinen, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Flórída, leggja trúnað á niðurstöður rannsóknar háskólans. „Hvers konar hugur snýr út úr þessari tölfræði yfir í „Ó, falsfréttir eru að reyna að skaða ímynd mína“. Hvernig geturðu verið svona sjálfhverfur og reynt að brengla sannleikann svona. Manni ofbýður,“ sagði Lehtinen. Bandaríkin Donald Trump Púertó Ríkó Tengdar fréttir Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05 Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Sjá meira
Tæplega þrjú þúsund íbúar Púertó Ríkó fórust ekki af völdum fellibylsins Maríu eins og áætlað hefur verið, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann sakar demókrata jafnframt rakalaust um að hafa „búið“ til hærri tölu um mannskaða til að koma höggi á sig. Athygli vakti þegar Trump stærði sig af því í gær að ríkisstjórn hans hefði staðið sig „stórkostlega“ í viðbrögðum við fellibylnum Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó, sem er yfirráðasvæði Bandaríkjanna, fyrir ári. Viðbrögðin hefðu enn fremur ekki „hlotið það lof sem þau áttu skilið“. Þetta fullyrti forsetinn þrátt fyrir að nýleg rannsókn George Washington-háskóla hafi áætlað að 2.975 manns hefðu látið lífið vegna fellibylsins og skorts á heilbrigðisþjónustu, rafmagni og hreinu vatni mánuðina á eftir. Yfirvöld á eyjunni höfðu áður aðeins talið að 64 hefðu farist vegna hamfaranna. Á Twitter ýjaði forseti Bandaríkjanna að því að það væri hann sjálfur sem væri raunverulegt fórnarlamb hamfaranna á Púertó Ríkó og að það væri demókrötum að kenna. „3.000 manns dóu ekki í fellibyljunum tveimur sem gengu yfir Púertó Ríkó. Þegar ég yfirgaf eyjuna EFTIR að stormurinn fór yfir voru þeir með hvar sem er á milli 6 og 18 dauðsföll. Eftir því sem tíminn leið hækkaði það ekki mikið,“ tísti Trump þrátt fyrir að opinberar tölur um mannskaða hefðu hækkað um tugi manna frá þeim tölum sem hann hafði heyrt fyrst eftir að María gekk yfir.3000 people did not die in the two hurricanes that hit Puerto Rico. When I left the Island, AFTER the storm had hit, they had anywhere from 6 to 18 deaths. As time went by it did not go up by much. Then, a long time later, they started to report really large numbers, like 3000...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 13, 2018 „Það voru demókratar sem gerðu þetta til þess að reyna að láta mig líta út eins illa og mögulegt er þegar ég var að ná árangri í að safna milljörðum dollara til að hjálpa til við endurreisn Púertó Ríkó. Ef manneskja deyr af einhverri ástæðu, eins og hárri elli, bætum henni þá bara á listann. Slæm pólitík. Ég elska Púertó Ríkó,“ tísti Trump......This was done by the Democrats in order to make me look as bad as possible when I was successfully raising Billions of Dollars to help rebuild Puerto Rico. If a person died for any reason, like old age, just add them onto the list. Bad politics. I love Puerto Rico!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 13, 2018 Washington Post bendir á að aðferðafræði rannsóknarinnar sem Ricardo Rosselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó, lét gera bjóði ekki upp á að fólk sem dó af náttúrulegum orsökum væri talið sem fórnarlömb hamfaranna. Rannsakendurnir báru saman dánartíðnina á eyjunni í kjölfar Maríu saman við þá sem hefði verið að vænta án fellibylsins. Jafnvel sumir þingmenn repúblikana gagnrýndu nýjustu tíst forsetans, sem hefur áður sakað íbúa Púertó Ríkó um að vilja fá allt upp í hendurnar eftir Maríu. Þannig sagðist Ileana Ros Lehtinen, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Flórída, leggja trúnað á niðurstöður rannsóknar háskólans. „Hvers konar hugur snýr út úr þessari tölfræði yfir í „Ó, falsfréttir eru að reyna að skaða ímynd mína“. Hvernig geturðu verið svona sjálfhverfur og reynt að brengla sannleikann svona. Manni ofbýður,“ sagði Lehtinen.
Bandaríkin Donald Trump Púertó Ríkó Tengdar fréttir Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05 Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Sjá meira
Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05
Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27