Erlent

Elsta teikning sögunnar fundin

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Ekki hefur tekist að ráða í merkingu 73 þúsund ára teikningar.
Ekki hefur tekist að ráða í merkingu 73 þúsund ára teikningar. Mynd/Nature

Vísindamenn við Bord­eaux-háskóla í Frakklandi telja sig hafa fundið elstu teikningu heims. Teikningin, eða að minnsta kosti hluti hennar, fannst á steini í Suður-Afríku og einkennist af krossa­mynstri. Teikningin er talin vera í kringum 73 þúsund ára gömul.

Vísindamönnunum hefur ekki tekist að ráða í merkingu línanna, en þær virðast tilheyra stærri teikningu.

Undanfarin sjö ár hafa vísindamennirnir freistað þess að greina uppruna steinsins en hann fannst þegar fornleifafræðingar rannsökuðu ævaforna örvarodda í helli um 300 kílómetra austur af Höfðaborg.

„Þetta er elsta teikning mannkynssögunnar,“ segir Francesco d’Erruco, einn rannsakenda. Þar til nú hafa fornleifafræðingar talið að elstu teikningar mannskepnunnar sé að finna í hellum á Spáni og í Indónesíu. Þær teikningar eru aðeins 40 þúsund ára gamlar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.