Forseti Alþingis þurfi að útskýra tvöföldun á kostnaði fyrir þingi og þjóð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2018 20:03 Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, segir ekki í lagi að kostnaður við hátíðar Alþingis á Þingvöllum hafi tvöfaldast. Þetta kalli á nánari útskýringar bæði fyrir þingi og þjóð. Heildar kostnaður við hátíðarfund alþingis á Þingvöllum, sem fór fram þann 18. júlí síðastliðinn, fór rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Gert var ráð fyrir kostnaði upp á 45 milljónir í rekstraráætlun en heildar kostnaður endaði í tæpum 87 milljónum. „Þessar tölur vekja talsverða athygli, sérstaklega ef við lítum til dæmis á að byggja þennan pall og gangvegi kostar yfir 39 milljónir króna. Maður hefði jafnvel haldið að það væri ódýrara að byggja einbýlishús á svæðinu fyrir sömu upphæð; 22 milljónir í lýsingu, þetta eru mjög sérkennilegar tölur, þannig að það þarf að minnsta kosti að skýra það betur fyrir þingheimi og þjóð,“ segir Ágúst Ólafur. Hann segir augljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Ágúst Ólafur mun taka þetta fyrir hjá fjárlaganefnd og óska eftir að fá frekari upplýsingar og sundurliðun kostnaðar. Aðspurður hvort honum finnist forseti Alþingis eiga að axla ábyrgð svarar Ágúst því til að hann þurfi að útskýra kostnaðinn betur. Fréttastofa hefur rætt við marga um málið í dag en fæstir þingmenn vilja tjá sig opinberlega en segjast ætla bíða frekari svara frá forseta Alþingis um þessa tvöföldun á kostnaði. Í fyrramálið er fundur fjárlaganefndar á dagskrá og líklegt er að málið verði tekið fyrir þar. Alþingi Tengdar fréttir Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, segir ekki í lagi að kostnaður við hátíðar Alþingis á Þingvöllum hafi tvöfaldast. Þetta kalli á nánari útskýringar bæði fyrir þingi og þjóð. Heildar kostnaður við hátíðarfund alþingis á Þingvöllum, sem fór fram þann 18. júlí síðastliðinn, fór rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Gert var ráð fyrir kostnaði upp á 45 milljónir í rekstraráætlun en heildar kostnaður endaði í tæpum 87 milljónum. „Þessar tölur vekja talsverða athygli, sérstaklega ef við lítum til dæmis á að byggja þennan pall og gangvegi kostar yfir 39 milljónir króna. Maður hefði jafnvel haldið að það væri ódýrara að byggja einbýlishús á svæðinu fyrir sömu upphæð; 22 milljónir í lýsingu, þetta eru mjög sérkennilegar tölur, þannig að það þarf að minnsta kosti að skýra það betur fyrir þingheimi og þjóð,“ segir Ágúst Ólafur. Hann segir augljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Ágúst Ólafur mun taka þetta fyrir hjá fjárlaganefnd og óska eftir að fá frekari upplýsingar og sundurliðun kostnaðar. Aðspurður hvort honum finnist forseti Alþingis eiga að axla ábyrgð svarar Ágúst því til að hann þurfi að útskýra kostnaðinn betur. Fréttastofa hefur rætt við marga um málið í dag en fæstir þingmenn vilja tjá sig opinberlega en segjast ætla bíða frekari svara frá forseta Alþingis um þessa tvöföldun á kostnaði. Í fyrramálið er fundur fjárlaganefndar á dagskrá og líklegt er að málið verði tekið fyrir þar.
Alþingi Tengdar fréttir Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29