Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2018 21:53 Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. Vísir/getty Dagskrárgerðarkonan Julie Chen tilkynnti í dag með formlegum hætti að hún væri hætt í spjallþættinum The Talk. Eiginmaður hennar, Les Moonves, lét af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir fréttir um kynferðislegt ofbeldi tóku að spyrjast út. Alls hafa tólf konur sakað Moonves um kynferðisbrot. Honum er gert að sök að hafa þvingað minnst eina konu til munnmaka og að hafa kysst og snert konur án samþykkis. Ný sería af þáttunum The Talk hófust að nýju síðasta mánudag og vakti það athygli að Chen var fjarri góðu gamni. Chen gerði grein fyrir ákvörðun sinni í myndskeiði sem birtist á CBS-sjónvarpsstöðinni í dag. Samstarfskonurnar í The Talk heyrðu tilfinningarík skilaboð hennar á sama tíma og áhorfendur þáttanna. Chen var gráti næst þegar hún þakkaði samstarfskonum sínum og áhorfendum fyrir samstarfið og áhorfið. Í myndskeiðinu sagðist hún hafa ákveðið að hætta störfum við þættina til þess að geta varið meiri tíma með eiginmanni sínum og syni þeirra. „Ég elska ykkur allar, og ég veit að þessi þáttur, og það systralag sem þættirnir standa fyrir, mun áfram vera í loftinu í fleiri fleiri fleiri ár. Þið konur eruð alveg með þetta og ég gæti ekki verið stoltari af því að geta kallað ykkur vinkonur mínar. Ég elska ykkur,“ sagði Chen. Moonves er einn af valdamestu mönnum í Hollywood og fram að uppsögn hans hafði hann haldið um stjórnartaumana hjá CBS í um áratug. Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Colbert spænir í eigin yfirmann Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. 31. júlí 2018 10:00 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Dagskrárgerðarkonan Julie Chen tilkynnti í dag með formlegum hætti að hún væri hætt í spjallþættinum The Talk. Eiginmaður hennar, Les Moonves, lét af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir fréttir um kynferðislegt ofbeldi tóku að spyrjast út. Alls hafa tólf konur sakað Moonves um kynferðisbrot. Honum er gert að sök að hafa þvingað minnst eina konu til munnmaka og að hafa kysst og snert konur án samþykkis. Ný sería af þáttunum The Talk hófust að nýju síðasta mánudag og vakti það athygli að Chen var fjarri góðu gamni. Chen gerði grein fyrir ákvörðun sinni í myndskeiði sem birtist á CBS-sjónvarpsstöðinni í dag. Samstarfskonurnar í The Talk heyrðu tilfinningarík skilaboð hennar á sama tíma og áhorfendur þáttanna. Chen var gráti næst þegar hún þakkaði samstarfskonum sínum og áhorfendum fyrir samstarfið og áhorfið. Í myndskeiðinu sagðist hún hafa ákveðið að hætta störfum við þættina til þess að geta varið meiri tíma með eiginmanni sínum og syni þeirra. „Ég elska ykkur allar, og ég veit að þessi þáttur, og það systralag sem þættirnir standa fyrir, mun áfram vera í loftinu í fleiri fleiri fleiri ár. Þið konur eruð alveg með þetta og ég gæti ekki verið stoltari af því að geta kallað ykkur vinkonur mínar. Ég elska ykkur,“ sagði Chen. Moonves er einn af valdamestu mönnum í Hollywood og fram að uppsögn hans hafði hann haldið um stjórnartaumana hjá CBS í um áratug.
Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Colbert spænir í eigin yfirmann Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. 31. júlí 2018 10:00 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45
Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27
Colbert spænir í eigin yfirmann Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. 31. júlí 2018 10:00