Colbert spænir í eigin yfirmann Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2018 10:00 Stephen Colbert. Vísir/Getty Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. Moonves hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af sex konum. Í samtali við blaðamanninn Ronan Farrow, sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein, sögðu konurnar að hann hefði bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Colbert byrjaði þátt sinn á því að segja nokkra brandara um Moonves og meðal þeirra var sá brandari að hann vonaðist til þess að hann væri ekki að horfa á þáttinn. Seinna í þættinum, eftir upphafsræðu Colbert, varð hann þó heldur alvarlegri og tók málið sérstaklega fyrir. Eftir að hafa spurt hvort nokkuð væri búið að slökkva á útsendingu þeirra benti hann á að #MeToo vitundarvakningin væri að verða árs gömul. Þá sagði hann gott að konur hefðu fundið aflið til að segja sögur sínar. „Því, það er skrítið að þurfa að segja þetta, það að valdamiklir menn níðist á tiltölulega valdlitlum starfsmönnum er rangt. Við vitum að það er rangt núna og við vissum að það var rangt þá. Hvernig vissum við að það var rangt þá? Því við vitum að þessir menn reyndu að koma í veg fyrir að konurnar sögðu sínar sögur,“ sagði Colbert. Þá sagði Colbert að ábyrgð væri tilganglaus ef hún næði ekki yfir alla. Hann sagðist ekki vita hvað muni gerast varðandi Moonves en hann trúði á að menn væri ábyrgir gjörða sinna og þá ekki bara stjórnmálamenn sem maður væri ósammála. „Allir vilja að menn séu ábyrgir gjörða sinna, nema umræddur maður er „þeirra maður“ og hafið á hreinu að Les Moonves er „minn maður“. Hann réði mig til að sitja í þessum stól. Hann stóð við bakið á þættinum á meðan við áttum erfitt með að finna okkur. Hann gaf okkur það sem við þurftum og stóð við bakið á okkur þegar fólk var reitt við mig og ég kann vel við að vinna fyrir hann. En ábyrgð er tilgangslaus, nema hún nái yfir alla. Hvort sem það er yfirmaður sjónvarpsstöðvar eða leiðtogi hins frjálsa heims,“ sagði Colbert. Fyrra myndbandið er upphaf þáttarins. Þar tjáir Colbert sig um Moonves í tæpar þrjár mínútur. Svo að neðan fer hann nánar í málið. MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. Moonves hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af sex konum. Í samtali við blaðamanninn Ronan Farrow, sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein, sögðu konurnar að hann hefði bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Colbert byrjaði þátt sinn á því að segja nokkra brandara um Moonves og meðal þeirra var sá brandari að hann vonaðist til þess að hann væri ekki að horfa á þáttinn. Seinna í þættinum, eftir upphafsræðu Colbert, varð hann þó heldur alvarlegri og tók málið sérstaklega fyrir. Eftir að hafa spurt hvort nokkuð væri búið að slökkva á útsendingu þeirra benti hann á að #MeToo vitundarvakningin væri að verða árs gömul. Þá sagði hann gott að konur hefðu fundið aflið til að segja sögur sínar. „Því, það er skrítið að þurfa að segja þetta, það að valdamiklir menn níðist á tiltölulega valdlitlum starfsmönnum er rangt. Við vitum að það er rangt núna og við vissum að það var rangt þá. Hvernig vissum við að það var rangt þá? Því við vitum að þessir menn reyndu að koma í veg fyrir að konurnar sögðu sínar sögur,“ sagði Colbert. Þá sagði Colbert að ábyrgð væri tilganglaus ef hún næði ekki yfir alla. Hann sagðist ekki vita hvað muni gerast varðandi Moonves en hann trúði á að menn væri ábyrgir gjörða sinna og þá ekki bara stjórnmálamenn sem maður væri ósammála. „Allir vilja að menn séu ábyrgir gjörða sinna, nema umræddur maður er „þeirra maður“ og hafið á hreinu að Les Moonves er „minn maður“. Hann réði mig til að sitja í þessum stól. Hann stóð við bakið á þættinum á meðan við áttum erfitt með að finna okkur. Hann gaf okkur það sem við þurftum og stóð við bakið á okkur þegar fólk var reitt við mig og ég kann vel við að vinna fyrir hann. En ábyrgð er tilgangslaus, nema hún nái yfir alla. Hvort sem það er yfirmaður sjónvarpsstöðvar eða leiðtogi hins frjálsa heims,“ sagði Colbert. Fyrra myndbandið er upphaf þáttarins. Þar tjáir Colbert sig um Moonves í tæpar þrjár mínútur. Svo að neðan fer hann nánar í málið.
MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira