Erlent

Forseti Palestínu segir ákvörðunina „svivirðilega árás“

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. Vísir/EPA

Ráðamenn í Palestínu segja ákvörðun Bandaríkjanna um að hætta fjárveitingum til stofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínskt flóttafólk vera „svívirðilega árás“. Palestínuflóttamannaaðstoðin (e. United Nations Relief and Works Agency) var sett á fót árið 1949 en Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannaaðstoðarinnar.

Sjá einnig: Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn 

Aðstoðin veitir um fimm milljónum Palestínumanna á Gaza, Vesturbakkanum, Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon aðstoð með heilbrigðisþjónustu, menntun og félagþjónustu.

Talsmaður Mahmoud Abbas forseta Palestínu hefur sagt ákvörðunina „svívirðilega árás gegn Palestínumönnum“.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.