Enski boltinn

West Ham enn stigalaust á botni deildarinnar

Það gengur lítið sem ekkert hjá Pellegrini og hans mönnum hjá West Ham
Það gengur lítið sem ekkert hjá Pellegrini og hans mönnum hjá West Ham Getty
Fimm leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea er með fullt hús stiga á toppnum en West Ham er enn stigalaust á botninum. 

 

Fulham komst í 2-0 á útivelli gegn Brighton en það dugði ekki til. Brighton átti frábæra endurkomu og jafnaði leikinn með tveimur mörkum frá Glenn Murray

 

Pedro og Eden Hazard tryggðu Chelsea nokkuð þægilegan sigur á Bournemouth í dag. Bikarmeistararnir eru að byrja frábærlega með Sarri í brúnni en þeir eru með fullt hús stiga. 

 

Southampton vann glæsilegan útisigur gegn Crystal Palace en Palace eru afar erfiðir heim að sækja. Danny Ings, fyrrum leikmaður Liverpool kom Southampton yfir og Pierre Hojbjerg tvöfaldaði svo forystuna í uppbótartíma. 

 

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton sem gerði 1-1 jafntefli við Huddersfield. Gylfi var tekinn útaf á 76. mínútu. 

 

Ekkert gengur hjá West Ham í upphafi tímabilsins en þeir sitja sem fastast á botninum með 0 stig eftir tap gegn Wolves á heimavelli.

 

Úrslit dagsins:

Brighton 2 - 2 Fulham

Chelsea 2 - 0 Bournemouth

Crystal Palace 0 - 2 Southampton

Everton 1 - 1 Huddersfield 

West Ham 0 - 1 Wolves




Fleiri fréttir

Sjá meira


×