Erlent

Höfundur Ísfólksins er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Margit Sandemo varð 94 ára gömul.
Margit Sandemo varð 94 ára gömul. Mynd/wikipedia

Norski rithöfundurinn Margit Sandemo er látin, 94 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir bækur sínar um Ísfólkið sem nutu mikilla vinsælda, meðal annars hér á Íslandi á níunda og tíunda áratugnum.

Í tilkynningu frá fjölskyldu Sandemo segir að hún hafi andast á heimili sínu á Skáni í nótt. Þá segir að það hafi verið ósk Sandemo að ekki færi fram útför og að ösku hennar yrði dreift við hús í Valdres, á sama stað og ösku eiginmanns hennar var dreift þegar hann lést fyrir nítján árum síðan.

Sandemo hóf ritun bókanna um Ísfólkið árið 1980, en fyrstu sögurnar komu út í tímaritinu Hjemmet. Í sögunum segir frá ættarsögu Ísfólksins frá 16. öld og til nútímans, en á ættinni hvílir mikil bölvun. Bækurnar urðu alls 47 talsins.

Sandemo lætur eftir sig tvo syni, sjö barnabörn og tíu barnabarnabörn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.