Deilt um tilverurétt útvarpsstöðvar í sænsku kosningabaráttunni Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2018 20:15 Jimmie Åkesson hefur verið formaður Svíþjóðardemókrata frá árinu 2005. Vísir/epa Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, hefur sætt nokkurri gagnrýni eftir að hann lét það hafa eftir sér í viðtali á sænsku útvarpsstöðinni P3, sem er ríkisrekin, að hann hefði löngu verið búinn að leggja stöðina niður ef hann hefði verið við stjórnvölinn. Åkesson mætti fyrr í vikunni í þátt á stöðinni þar sem leiðtogi einhvers stjórnmálaflokks er tekinn tali. Þættirnir hefjast hins vegar á innslagi þar sem þáttastjórnendur hæðast að viðmælandanum. Í innslaginu var Åkesson meðal annars kallaður landráðamaður og spilafíkill, en árið 2014 greindu sænskir fjölmiðlar frá því að Åkesson hafi veðjað um hálfa milljón sænskra króna í fjárhættuspilum á netinu það árið. Eftir innslagið kallaði Åkesson útvarpsstöðina „skítastöð“. „Hefði ég verið yfirmaður hefði ég látið loka stöðinni fyrir löngu. Mér finnst þetta hreinræktuð vinstrisinnuð drulla,“ sagði Åkesson í viðtalinu.Minnir á fjórða áratuginn Fjölmargir sænskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt Åkesson vegna ummælanna, meðal annars dómsmálaráðherrann Morgan Johansson. „[Svíþjóðardemókratar] vilja sem sagt leggja niður útvarpsstöð af pólitískum ástæðum. Það minnir mjög á fjórða áratug síðustu aldar,“ sagði Johansson á Twitter. Åkesson sagði síðar að hann vilji alls ekki leggja niður útvarpsstöðina. Hann sé þó áfram gagnrýninn á háðsádeilu stöðvarinnar. „Mér fannst brotið á mér. Þetta var virkilega lélegt. Ríkisfjölmiðlar eiga alls ekki að stunda þetta,“ sagði Åkesson síðar í samtali við sænska fjölmiðla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn 9. september næstkomandi. Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, hefur sætt nokkurri gagnrýni eftir að hann lét það hafa eftir sér í viðtali á sænsku útvarpsstöðinni P3, sem er ríkisrekin, að hann hefði löngu verið búinn að leggja stöðina niður ef hann hefði verið við stjórnvölinn. Åkesson mætti fyrr í vikunni í þátt á stöðinni þar sem leiðtogi einhvers stjórnmálaflokks er tekinn tali. Þættirnir hefjast hins vegar á innslagi þar sem þáttastjórnendur hæðast að viðmælandanum. Í innslaginu var Åkesson meðal annars kallaður landráðamaður og spilafíkill, en árið 2014 greindu sænskir fjölmiðlar frá því að Åkesson hafi veðjað um hálfa milljón sænskra króna í fjárhættuspilum á netinu það árið. Eftir innslagið kallaði Åkesson útvarpsstöðina „skítastöð“. „Hefði ég verið yfirmaður hefði ég látið loka stöðinni fyrir löngu. Mér finnst þetta hreinræktuð vinstrisinnuð drulla,“ sagði Åkesson í viðtalinu.Minnir á fjórða áratuginn Fjölmargir sænskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt Åkesson vegna ummælanna, meðal annars dómsmálaráðherrann Morgan Johansson. „[Svíþjóðardemókratar] vilja sem sagt leggja niður útvarpsstöð af pólitískum ástæðum. Það minnir mjög á fjórða áratug síðustu aldar,“ sagði Johansson á Twitter. Åkesson sagði síðar að hann vilji alls ekki leggja niður útvarpsstöðina. Hann sé þó áfram gagnrýninn á háðsádeilu stöðvarinnar. „Mér fannst brotið á mér. Þetta var virkilega lélegt. Ríkisfjölmiðlar eiga alls ekki að stunda þetta,“ sagði Åkesson síðar í samtali við sænska fjölmiðla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn 9. september næstkomandi.
Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15