Erlent

Vilja banna heimilisketti til að vernda dýralíf á Nýja Sjálandi

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Heimiliskettir í Omaui á Nyjá Sjálandi munu ekki vera margir eftir nokkur ár gangi fyrirætlanir yfirvalda þar í bæ eftir.
Heimiliskettir í Omaui á Nyjá Sjálandi munu ekki vera margir eftir nokkur ár gangi fyrirætlanir yfirvalda þar í bæ eftir. Vísir/Getty

Lítið þorp á suðurströnd Nýja Sjálands vill banna alla heimilisketti til þess að vernda dýralíf á staðnum. Nú þurfa kattareigendur í Omaui að láta gelda kettina sína, setja í þá örflögur og skrá þá hjá bænum.

Þetta kann að hljóma öfgakennt hjá þarlendum yfirvöldum en kettir veiða oft fugla og önnur dýr. Ef að heimiliskötturinn deyr þá má ekki fá sér nýjan.

Dr. Peter Marra yfirmaður hjá fuglamiðstöð Smithsonian (e. Smithsonian Migratory Bird Centre) hefur skrifað bækur og greinar um þetta vandamál. Þrátt fyrir það neitar hann að vera á móti köttum eða kattahaldi.

„Kettir eru yndisleg gæludýr- þau eru tilkomumikil gæludýr! En það ætti ekki að leyfa þeim að ráfa um úti- þessi lausn er augljós,“ segir Dr. Peter Marra í viðtali við BBC.

„Við myndum aldrei leyfa hundum að gera það. Það er kominn tími á að við meðhöndlum ketti eins og hunda,“ segir Marra.

Yfirvöld í bænum Omaui segja þessar aðgerðir réttlætanlegar þar sem myndbandsupptökur sýna ketti sem eru að veiða og gæða sér á fuglum, skordýrum og skriðdýrum á svæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.