Íslenski boltinn

Víkingur Ólafsvík eltir toppliðin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ejub og hans menn elta toppliðin.
Ejub og hans menn elta toppliðin. vísir/ernir

Víkingur Ólafsvík eltir toppliðin í Inkasso-deild karla, HK og ÍA, en Ólsarar unnu 2-0 sigur á Þór á heimavelli í dag.

Bæði mörkin skoraði Spánverjinn Gonzalo Zamorano Leaon. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu á 22. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik.

Það var svo á 73. mínútu er Gonzalo skoraði annað mark sitt og annað mark heimamanna. Þeir því með mikilvægan sigur í toppbaráttunni, 2-0.

Víkingur er með 38 stig í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir HK, sem er í öðru sætinu en efstu tvö liðin leika í Pepsi-deildinni að ári.

Þór er hins vegar um miðja deild, í fimmta sæti, með 34 stig og siglir lygnan sjó.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.