Bandaríkin hætta stuðningi við Pakistan vegna vígamanna Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2018 16:30 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að stöðva 300 milljóna dala fjárstuðning við Pakistan vegna aðgerðarleysis yfirvalda þar í landi varðandi vígahópa. Ríkisstjórn Donald Trump segir yfirvöld Pakistan veita vígamönnum sem berjast gegn Bandaríkjunum í Afganistan hæli í Pakistan. Trump sagði fyrr á árinu að það eina sem Bandaríkin fengu út úr stuðningi við Pakistan væru „lygar og svik“. Síðan þá hafa Bandaríkin vonast til að sjá breytingar á hegðun Pakistana. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun í dag að stöðva fjárstuðninginn, samkvæmt Reuters.Talsmaður Pentagon sagði peningunum hafa verið veitt í önnur verkefni vegna skorts á aðgerðum frá Pakistan. Fyrir það hafði bandaríska þingið stöðvað 500 milljónir dala sem áttu að fara til Pakistan. Allt í allt er talið að Pakistan hafi fengið um 33 milljarða dala frá Bandaríkjunum. Þar af 14 milljarða í gegnum sjóð sem ætlað er að greiða Bandaríkjunum fyrir aðstoð í stríði þeirra gegn hryðjuverkasamtökum. Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að her Bandaríkjanna væri að koma í veg fyrir að foringjar í pakistanska hernum fengu þjálfun í Bandaríkjunum. Líklegt þykir að þessari ákvörðun Mattis sé ætlað að senda Imran Khan, nýjum forsætisráðherra Pakistan, skilaboð. Hann hefur lýst því yfir að hann sé andvígur veru Bandaríkjanna í Afganistan og hefur sömuleiðis hótað því að skjóta niður bandaríska dróna sem flogið er inn fyrir lofthelgi landsins. Efnahagur Pakistan hefur átt betri daga og hefur gjaldeyrisforði þeirra minnkað verulega á undanförnu ári. Líklegt þykir að Pakistan muni leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða jafnvel Kínverja, sem þeir eiga í góðum samskiptum við, á næstu mánuðum.Hér má sjá ræðu Trump frá 22. ágúst þar sem hann gagnrýndi yfirvöld Pakistan harðlega. Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að stöðva 300 milljóna dala fjárstuðning við Pakistan vegna aðgerðarleysis yfirvalda þar í landi varðandi vígahópa. Ríkisstjórn Donald Trump segir yfirvöld Pakistan veita vígamönnum sem berjast gegn Bandaríkjunum í Afganistan hæli í Pakistan. Trump sagði fyrr á árinu að það eina sem Bandaríkin fengu út úr stuðningi við Pakistan væru „lygar og svik“. Síðan þá hafa Bandaríkin vonast til að sjá breytingar á hegðun Pakistana. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun í dag að stöðva fjárstuðninginn, samkvæmt Reuters.Talsmaður Pentagon sagði peningunum hafa verið veitt í önnur verkefni vegna skorts á aðgerðum frá Pakistan. Fyrir það hafði bandaríska þingið stöðvað 500 milljónir dala sem áttu að fara til Pakistan. Allt í allt er talið að Pakistan hafi fengið um 33 milljarða dala frá Bandaríkjunum. Þar af 14 milljarða í gegnum sjóð sem ætlað er að greiða Bandaríkjunum fyrir aðstoð í stríði þeirra gegn hryðjuverkasamtökum. Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að her Bandaríkjanna væri að koma í veg fyrir að foringjar í pakistanska hernum fengu þjálfun í Bandaríkjunum. Líklegt þykir að þessari ákvörðun Mattis sé ætlað að senda Imran Khan, nýjum forsætisráðherra Pakistan, skilaboð. Hann hefur lýst því yfir að hann sé andvígur veru Bandaríkjanna í Afganistan og hefur sömuleiðis hótað því að skjóta niður bandaríska dróna sem flogið er inn fyrir lofthelgi landsins. Efnahagur Pakistan hefur átt betri daga og hefur gjaldeyrisforði þeirra minnkað verulega á undanförnu ári. Líklegt þykir að Pakistan muni leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða jafnvel Kínverja, sem þeir eiga í góðum samskiptum við, á næstu mánuðum.Hér má sjá ræðu Trump frá 22. ágúst þar sem hann gagnrýndi yfirvöld Pakistan harðlega.
Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira