Erlent

Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana

Andri Eysteinsson skrifar
Fílar eru vinsælt skotmark veiðiþjófa í Afríku vegna skögultanna þeirra.
Fílar eru vinsælt skotmark veiðiþjófa í Afríku vegna skögultanna þeirra. Vísir/EPA
Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa í könnunarferð sinni fundið hræ af tæplega 90 afríkufílum í nágrenni þjóðgarðs í afríkuríkinu Botsvana.

Í samtali við BBC segir Mike Chase, sem stýrði könnuninni, að ekki væru nema örfáar vikur síðan fílarnir 87 hefðu verið drepnir og skögultennur þeirra fjarlægðar, í þokkabót sagði Chase að á síðustu þremur mánuðum hefðu fimm hvítir nashyrningar verið drepnir af veiðiþjófum.

Botsvana hefur í gegnum tíðina tekið einkar hart á veiðiþjófnaði hafa verið starfræktar sérstakar vopnaðar sveitir til að vinna bug á veiðiþjófum.

BBC greinir frá því að gögn úr miðunarbúnaði, sem komið hefur verið fyrir á fílum í nágrannalöndunum Angóla, Namibíu og Sambíu, sýni að fílar leiti í miklum mæli í öryggið sem hefur verið í Botsvana.

Tölfræði samtakanna Elephants Without Borders sýnir að á síðasta áratug hefur þriðjungur afríska fílastofnsins verið drepinn, þar af hefur 60% stofnsins í Tansaníu verið drepinn á síðustu fimm árum.

Botsvana, vegna nálgunar sinnar á veiðiþjófnaði hefur að mestu sloppið við þessa miklu veiði á fílastofni sínum en eftir að nýr forseti landsins, Mokgweeti Masisi sem tók við embætti í maí á þessu ári, ákvað að afvopna sveitirnar sem unnu gegn veiðiþjófnaði hafa veiðiþjófar gengið á lagið.Chase segir forsetann þurfa að taka á þessu vandamáli sem fyrst, ímynd Botsvana sé í hættu, bæði sem áfangastaðar sem og sem dýraverndunarathvarfs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.