Fremstu stjórar Evrópu vilja losna við útivallamarkaregluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 08:00 Valsmenn standa hér svekktir eftir en skömmu áður höfðu þeir klúðrað dauðafæri í heimaleiknum á móti Sheriff Tiraspol. Vísir/Daníel Fremstu knattspyrnustjórar Evrópu hafa sett pressu á Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um að gera breytingar á reglunni um útivallarmörk og þeir vilja líka að öll félög sitji við sama borð þegar kemur að lokunartíma félagsskiptagluggans. Íslandsmeistarar Vals eru eitt af fórnarlömbum útivallarmarkareglunnar í haust en Valsliðið datt út úr Evrópudeildinni á móti Sheriff Tiraspol á færri mörkum skoruðu á útivelli. „Þjálfararnir halda því fram að skora mörk á útivelli sé ekki eins erfitt og það var einu sinni,“ sagði Giorgio Marchetti, aðstoðarframkvæmdastjóri UEFA, við BBC eftir fund þjálfaranna í Sviss. „Þeir vilja að við endurskoðum þessa reglu og það munum við líka gera,“ sagði Marchetti.Uefa is set to review the away-goals rule in continental competitions, after a number of coaches called for a change. More: https://t.co/EIhFqEZsNBpic.twitter.com/vSEyZjx35Y — BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2018Á þessum árlega fundi voru meðal annars Jose Mourinho (stjóri Manchester United), Unai Emery (stjóri Arsenal), Arsene Wenger, Massimiliano Allegri (stjóri Juventus), Julen Lopetegui (stjóri Real Madrid), Carlo Ancelotti (stjóri Napoli) og Thomas Tuchel (stjóri Paris St-Germain). Reglan um útivallarmörkin kom fyrst fram í Evrópukeppni bikarhafa árið 1965 en þá hafði verið gripið til þess ráðs að kasta upp krónu eða spila annan leik á hlutlausum velli á tímum þegar ferðalög voru mun erfiðari. Marchetti sagði að reglan hafi nú þau áhrif að heimaliðin taki enga áhættu og leggi ofurkapp á því að halda hreinu og fá ekki á sig þetta „hræðilega“ útivallarmark. Knattspyrnustjórarnir pressuðu líka á það að félagsskiptaglugginn myndi loka á sama tíma í Evrópu og í Englandi eða fyrir tímabilið. Enska úrvalsdeildin færði lokunartíma gluggans fram fyrir mótið í haust. Gluggarnir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og í Frakklandi sem dæmi lokuðu ekki fyrr en í lok ágúst. „Þjálfararnir eru á því að það eiga að vera einn algildur gluggi og sá gluggi ætti að lokast áður en tímabilið hefst. Hugmyndin núna er að reyna að láta það verða að veruleika,“ sagði Marchetti. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Fremstu knattspyrnustjórar Evrópu hafa sett pressu á Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um að gera breytingar á reglunni um útivallarmörk og þeir vilja líka að öll félög sitji við sama borð þegar kemur að lokunartíma félagsskiptagluggans. Íslandsmeistarar Vals eru eitt af fórnarlömbum útivallarmarkareglunnar í haust en Valsliðið datt út úr Evrópudeildinni á móti Sheriff Tiraspol á færri mörkum skoruðu á útivelli. „Þjálfararnir halda því fram að skora mörk á útivelli sé ekki eins erfitt og það var einu sinni,“ sagði Giorgio Marchetti, aðstoðarframkvæmdastjóri UEFA, við BBC eftir fund þjálfaranna í Sviss. „Þeir vilja að við endurskoðum þessa reglu og það munum við líka gera,“ sagði Marchetti.Uefa is set to review the away-goals rule in continental competitions, after a number of coaches called for a change. More: https://t.co/EIhFqEZsNBpic.twitter.com/vSEyZjx35Y — BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2018Á þessum árlega fundi voru meðal annars Jose Mourinho (stjóri Manchester United), Unai Emery (stjóri Arsenal), Arsene Wenger, Massimiliano Allegri (stjóri Juventus), Julen Lopetegui (stjóri Real Madrid), Carlo Ancelotti (stjóri Napoli) og Thomas Tuchel (stjóri Paris St-Germain). Reglan um útivallarmörkin kom fyrst fram í Evrópukeppni bikarhafa árið 1965 en þá hafði verið gripið til þess ráðs að kasta upp krónu eða spila annan leik á hlutlausum velli á tímum þegar ferðalög voru mun erfiðari. Marchetti sagði að reglan hafi nú þau áhrif að heimaliðin taki enga áhættu og leggi ofurkapp á því að halda hreinu og fá ekki á sig þetta „hræðilega“ útivallarmark. Knattspyrnustjórarnir pressuðu líka á það að félagsskiptaglugginn myndi loka á sama tíma í Evrópu og í Englandi eða fyrir tímabilið. Enska úrvalsdeildin færði lokunartíma gluggans fram fyrir mótið í haust. Gluggarnir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og í Frakklandi sem dæmi lokuðu ekki fyrr en í lok ágúst. „Þjálfararnir eru á því að það eiga að vera einn algildur gluggi og sá gluggi ætti að lokast áður en tímabilið hefst. Hugmyndin núna er að reyna að láta það verða að veruleika,“ sagði Marchetti.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira