Íslenski boltinn

Fólk frá FIFA í heimsókn á Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Rafn Borgþórsson, yfirþjálfari á Selfossi sem hefur þjálfað báða meistaraflokki félagsins, kynnti starfið á Selfossi.
Gunnar Rafn Borgþórsson, yfirþjálfari á Selfossi sem hefur þjálfað báða meistaraflokki félagsins, kynnti starfið á Selfossi. Mynd/KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands fékk góða heimsókn frá höfuðstöðvum Alþjóðaknattspyrnusambandsins í vikunni.

KSÍ var nýlega valið af Alþjóða knattspyrnusambandinu (FIFA) til að taka þátt í nýju tilraunaverkefni FIFA um kvennaknattspyrnu og í gær var haldin vinnustofa með félögunum í Pepsi deild kvenna. KSÍ segir frá á heimasíðu sinni.

Til landsins komu frá FIFA þau Emily Shaw og Andres Portabella, en ásamt því að halda vinnustofu með félögum héldu þau fundi með KSÍ og fóru í heimsóknir til tveggja félaga, Breiðablik og Selfoss.

Sex knattspyrnusambönd, eitt frá hverju álfusambandi, hafa verið valin til þátttöku í verkefninu en markmið FIFA með því er að styrkja kvennaknattspyrnu víðsvegar um heiminn með hjálp leyfiskerfis.

FIFA kemur til með að fjármagna verkefnið að öllu leyti og starfa að hluta til með KSÍ á meðan verkefninu stendur. Verkefnið mun í meginatriðum snúa að því að sinna greiningarvinnu vegna leyfiskerfis fyrir efstu deild kvenna hér á landi.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.