Kokkarnir rifta samningnum við Arnarlax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2018 11:53 Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim. Kokkalandsliðið Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax, dags. 20. ágúst sl., m.a. vegna vanefnda fyrirtækisins á samningnum. Yfirlýsing þess efnis hefur þegar verið send til Arnarlax og samningurinn er því niður fallinn. Svo segir í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara. „Stjórn K.M. harmar þau viðbrögð sem samstarfssamningurinn hefur valdið. Það er von stjórnar K.M. að með þessu skapist sátt um störf kokkalandsliðsins í framtíðinni og að forsvarsmenn Arnarlax og aðrir sem að málinu koma sýni málinu skilning.“ Fulltrúar Arnarlax og kokkalandsliðsmenn í hádegisverðinum í Hörpu á miðvikudaginn meðan allt lék í lyndi.Arnarlax Peningar bárust ekki á réttum tíma Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður K.M., segir Vísi að vannefndirnar snúist að greiðslum sem áttu að berast frá Arnarlaxi. „Það er þannig að samningurinn var undirritaður 20. ágúst. Í honum felst að Arnarlax þarf að greiða ákveðna fjárhæð í tveimur jöfnum greiðslum. Gjalddagi fyrri greiðslu var 1. september. Sú greiðsla var ekki innt af helgi. Samningum var meðal annars rift vegna þess greiðsludráttar,“ segir Einar Hugi.Hann segist ekki vita hvort gengið hafi verið á eftir greiðslunni eða ekki. Þá vilji hann ekki tjá sig um hve háa upphæð ræði. „Ég vil ekki fara út í efnisatriði samningsins en get þó upplýst að þetta var tiltekin fjárhæð sem átti að berast í tveimur greiðslum. Sú fyrri 1. september og seinni 1. mars. Sú fyrri er fallinn á gjalddaga. Greiðslan var ekki innt af hendi.“ Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík. Telur Arnarlax hafa orðið fyrir skaða Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, tjáði Vísi fyrr í dag að viðbrögðin í gær hefðu verið mikil vonbrigði fyrir starfsfólk Arnarlax og valdið fyrirtækinu skaða. „Þetta er ótrúlega sérstakt. Samningsferlið hófst fyrir um tæpum tveimur mánuðum og aldrei á því tímabili, þar sem haldnir voru fundir og annað slíkt, komu neinar athugasemdir til okkar að fólk hefði einhverjar áhyggjur af okkar framleiðslu eða öðru,“ segir Þorsteinn. Hann vonaðist eftir farsælli lausn en sagði dapurt að engar athugasemdir hefðu verið gerðar á neinu stigi við samninginn. Upphlaupið hefði komið þeim á óvart. Kokkalandsliðið Fiskeldi Tengdar fréttir Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08 Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax, dags. 20. ágúst sl., m.a. vegna vanefnda fyrirtækisins á samningnum. Yfirlýsing þess efnis hefur þegar verið send til Arnarlax og samningurinn er því niður fallinn. Svo segir í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara. „Stjórn K.M. harmar þau viðbrögð sem samstarfssamningurinn hefur valdið. Það er von stjórnar K.M. að með þessu skapist sátt um störf kokkalandsliðsins í framtíðinni og að forsvarsmenn Arnarlax og aðrir sem að málinu koma sýni málinu skilning.“ Fulltrúar Arnarlax og kokkalandsliðsmenn í hádegisverðinum í Hörpu á miðvikudaginn meðan allt lék í lyndi.Arnarlax Peningar bárust ekki á réttum tíma Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður K.M., segir Vísi að vannefndirnar snúist að greiðslum sem áttu að berast frá Arnarlaxi. „Það er þannig að samningurinn var undirritaður 20. ágúst. Í honum felst að Arnarlax þarf að greiða ákveðna fjárhæð í tveimur jöfnum greiðslum. Gjalddagi fyrri greiðslu var 1. september. Sú greiðsla var ekki innt af helgi. Samningum var meðal annars rift vegna þess greiðsludráttar,“ segir Einar Hugi.Hann segist ekki vita hvort gengið hafi verið á eftir greiðslunni eða ekki. Þá vilji hann ekki tjá sig um hve háa upphæð ræði. „Ég vil ekki fara út í efnisatriði samningsins en get þó upplýst að þetta var tiltekin fjárhæð sem átti að berast í tveimur greiðslum. Sú fyrri 1. september og seinni 1. mars. Sú fyrri er fallinn á gjalddaga. Greiðslan var ekki innt af hendi.“ Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík. Telur Arnarlax hafa orðið fyrir skaða Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, tjáði Vísi fyrr í dag að viðbrögðin í gær hefðu verið mikil vonbrigði fyrir starfsfólk Arnarlax og valdið fyrirtækinu skaða. „Þetta er ótrúlega sérstakt. Samningsferlið hófst fyrir um tæpum tveimur mánuðum og aldrei á því tímabili, þar sem haldnir voru fundir og annað slíkt, komu neinar athugasemdir til okkar að fólk hefði einhverjar áhyggjur af okkar framleiðslu eða öðru,“ segir Þorsteinn. Hann vonaðist eftir farsælli lausn en sagði dapurt að engar athugasemdir hefðu verið gerðar á neinu stigi við samninginn. Upphlaupið hefði komið þeim á óvart.
Kokkalandsliðið Fiskeldi Tengdar fréttir Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08 Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08
Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57