Kokkalandsliðið

Fréttamynd

Hin­rik Örn kokkur ársins

Hinrik Örn Lárusson sigraði í gær í keppninni Kokkur ársins 2024. Hinrik starfar hjá Lux en Ísak Aron Jóhannsson hjá Zak veitingar hafnaði í öðru sæti og Viktor Pálsson hjá Speilsalen í Noregi var í því þriðja.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lensku kokkarnir lönduðu bronsi

Íslenska kokkalandsliðið hafnaði í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart Þýskalandi. Keppni lauk í gær og voru úrslitin kynnt nú eftir hádegið á lokahátíð leikanna.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenska kokkalandsliðið á leiðinni á Ólympíu­leika

Það stendur mikið til hjá íslenska kokkalandsliðinu, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir Ólympíuleika, sem verða í byrjun febrúar á nýju ári í Stuttgart í Þýskalandi. Þorskur, íslenskt lamb og hindber verður meðal annars á matseðlinum. Sérstakur uppvaskari fylgir liðinu á leikana.

Lífið
Fréttamynd

Sindri er kokkur ársins

Sindri Guðbrandur Sigurðsson er kokkur ársins 2023. Sindri hreppti titilinn í gær eftir mjög sterka keppni.

Lífið
Fréttamynd

Sigur­jón Bragi náði áttunda sæti

Sigurjón Bragi Geirsson náði áttunda sæti í Bocuse d´Or heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu sem lauk í Lyon dag. Keppnin er sú virtasta í heiminum á sviði matreiðslu.

Matur
Fréttamynd

Sigur­jón Bragi keppir í Bocu­se d´Or

Matreiðslumaðurinn Sigurjón Bragi Geirsson mun keppa fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi næstkomandi sunnudag og mánudag.

Matur
Fréttamynd

Kokka­lands­liðið stefnir aftur á gullið

Íslenska kokkalandsliðið hefur keppni á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í dag. Liðið vann til gullverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti árið 2018 og stefnir ótrautt á að endurtaka leikinn.

Matur
Fréttamynd

Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn

„Laugardagar voru í miklu uppáhaldi því þá var hakk og spaghetti. Amma gerði líka alltaf kartöflumús með rosalega mikið af sykri. Það var ekkert eðlilega gott,“ segir matreiðslumeistarinn Axel Björn Clausen í viðtalsliðnum Matarást. 

Makamál
Fréttamynd

Framlag upp á 40 milljónir til keppnismatreiðslu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían, undirrituðu í dag samning um 40 milljóna króna framlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til keppnismatreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Stofnanir og stórfyrirtæki laða til sín færa kokka

Opinberar stofnanir og stórfyrirtæki eru í auknum mæli að ráða til sín færustu kokka landsins. Eftirsótt er að komast í þessar stöður vegna þægilegs vinnutíma og góðra launa. Bitnar það á hótelum og stórum veitingastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi

Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016.

Innlent
Fréttamynd

Vann gull í sykurgerðarlist

Fyrsta gull íslenska kokkalandsliðsins á heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg um helgina kom í hús í gær.

Lífið
Fréttamynd

Röð „rangfærslna“?

Þann 5. nóvember var birt á Vísi.is grein eftir Sigurð Pétursson sem bar yfirskriftina ,,Röð ,,tilviljana“? Nefndur Sigurður er framkvæmdastjóri Artic Fish, en nefnt fyrirtæki ku að helmingi vera í eigu norska fiskeldisfyrirtækisins Norway Royal Salmon, aukinheldur sem kýpverskt aflandsfélag, Bremesco Holding, heldur að því er ég best veit, á tæplega 50% hlut.

Skoðun
Fréttamynd

Röð „tilviljana“?

Þegar heimsmetið var sett í Vatnsdalalsá í ágúst átti sér stað nokkur röð tilviljana sem hér fylgir: kokkur sem hefur tjáð sig svarinn andstæðing fiskeldis er svo "óheppinn“ að fanga eldislax langt fjarri árósum þessar laxveiðiár.

Skoðun
Fréttamynd

Kokkar biðja Arnarlax afsökunar

Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax segjast hafa náð sáttum í máli sem reis eftir að undirritaður var samstarfssamningur milli kokkalandsliðsins og Arnarlax.

Innlent
Fréttamynd

Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu

Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax.

Innlent