„Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“ Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2018 21:00 Rauðgræna blokkin í Svíþjóð er með naumt forskot á bandalag borgaralegu flokkanna í nýrri könnun sem unnin var fyrir sænska ríkissjónvarpið. Fylgi Svíþjóðardemókrata, sem rekur harða stefnu í innflytjendamálum, virðist vera aukast á ný eftir að hafa dalað í könnunum síðustu daga og má telja líklegt að flokkurinn verði næststærstur á þingi eftir kosningar á eftir flokki Jafnaðarmanna. Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. Í bæði Gautaborg og Stokkhólmi er sama hlutfall 25 prósent.Erfitt að eignast sænska vini Mohammed Alonezan flúði borgarastríðið í Sýrlandi og kom til Svíþjóðar fyrir þremur árum. Hann starfaði sem lögfræðingur í Sýrlandi, stundar nú nám í sænsku í hverfinu Rosengård og stefnir að því að starfa sem lögfræðingur á ný. Hann segir að þrátt fyrir að sænsk yfirvöld standi sig vel þegar kemur að því að taka á móti innflytjendum geti hins vegar reynst erfitt fyrir innflytjendur að aðlagast sænsku samfélagi. „Hér í Svíþjóð – og kannski hef ég rangt fyrir mér – en ég hef fundið fyrir því að það getur reynst erfitt að eignast sænska vini.“ Mohammed segir að í Sýrlandi hafi hann alist upp við menningu þar sem tengsl milli íbúa og nágranna eru ólík þeim sem þekkjast í Svíþjóð. „Ef þú flytur í nýja íbúð, það fyrsta sem þú þarft að gera er að banka hjá nágrönnunum. „Hæ ég kem frá...„, „Ég bý hér.“ Ef þú gerir það hér í Svíþjóð þá verður þú tilkynntur til lögreglu sama dag,“ segir Mohammed og hlær.Arben Gradinaj.Ekki rétt að stíga á liggjandi Arben Gradinaj flutti til Svíþjóðar frá Júgóslavíu þegar hann var fimm ára og starfar nú sem kokkur á slökkviliðsstöð í Malmö. Hann segir að umræðuna og stemninguna í sænsku samfélagi hafa breyst nokkuð á síðustu árum þegar kemur að málefnum innflytjenda og vísar þá sérstaklega í málflutning Svíþjóðardemókrata. Hann segir nauðsynlegt að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði þegar kemur að aðlögun innflytjenda. „Mér finnst að það eigi ekki að stíga á þá sem eru þegar liggjandi. Þetta er ekki sú mynd sem ég hef af Svíþjóð.“ Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Rauðgræna blokkin í Svíþjóð er með naumt forskot á bandalag borgaralegu flokkanna í nýrri könnun sem unnin var fyrir sænska ríkissjónvarpið. Fylgi Svíþjóðardemókrata, sem rekur harða stefnu í innflytjendamálum, virðist vera aukast á ný eftir að hafa dalað í könnunum síðustu daga og má telja líklegt að flokkurinn verði næststærstur á þingi eftir kosningar á eftir flokki Jafnaðarmanna. Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. Í bæði Gautaborg og Stokkhólmi er sama hlutfall 25 prósent.Erfitt að eignast sænska vini Mohammed Alonezan flúði borgarastríðið í Sýrlandi og kom til Svíþjóðar fyrir þremur árum. Hann starfaði sem lögfræðingur í Sýrlandi, stundar nú nám í sænsku í hverfinu Rosengård og stefnir að því að starfa sem lögfræðingur á ný. Hann segir að þrátt fyrir að sænsk yfirvöld standi sig vel þegar kemur að því að taka á móti innflytjendum geti hins vegar reynst erfitt fyrir innflytjendur að aðlagast sænsku samfélagi. „Hér í Svíþjóð – og kannski hef ég rangt fyrir mér – en ég hef fundið fyrir því að það getur reynst erfitt að eignast sænska vini.“ Mohammed segir að í Sýrlandi hafi hann alist upp við menningu þar sem tengsl milli íbúa og nágranna eru ólík þeim sem þekkjast í Svíþjóð. „Ef þú flytur í nýja íbúð, það fyrsta sem þú þarft að gera er að banka hjá nágrönnunum. „Hæ ég kem frá...„, „Ég bý hér.“ Ef þú gerir það hér í Svíþjóð þá verður þú tilkynntur til lögreglu sama dag,“ segir Mohammed og hlær.Arben Gradinaj.Ekki rétt að stíga á liggjandi Arben Gradinaj flutti til Svíþjóðar frá Júgóslavíu þegar hann var fimm ára og starfar nú sem kokkur á slökkviliðsstöð í Malmö. Hann segir að umræðuna og stemninguna í sænsku samfélagi hafa breyst nokkuð á síðustu árum þegar kemur að málefnum innflytjenda og vísar þá sérstaklega í málflutning Svíþjóðardemókrata. Hann segir nauðsynlegt að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði þegar kemur að aðlögun innflytjenda. „Mér finnst að það eigi ekki að stíga á þá sem eru þegar liggjandi. Þetta er ekki sú mynd sem ég hef af Svíþjóð.“
Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30
Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00