Enski boltinn

Liverpool gerði nýjan samning við strákinn og sendi hann síðan til Frakklands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sheyi Ojo.
Sheyi Ojo. Vísir/Getty
Enski unglingalandsliðsmaðurinn Sheyi Ojo hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool en hann fær þó ekki að klæðast Liverpool búningnum í vetur.

Liverpool sendi þennan 21 árs gamla kantmann strax til Frakklands þar sem hann verður á láni hjá Stade de Reims.

Stade de Reims er í frönsku A-deildinni og sex stig í fyrstu þremur umferðunum hafa skilað liðinu upp í sjötta sæti. Liðið kom upp úr b-deildinni síðasta vor.





Sheyi Ojo spilaði átta deildarleiki með Liverpool 2015-16 tímabilið en þetta er í fjórða sinn sem Liverpool lánar hann.

Ojo hefur áður verið í láni hjá Wigan Athletic, Wolverhampton Wanderers og svo Fulham þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×