Enski boltinn

Tottenham óskar eftir því að spila á heimavelli MK Dons

Anton Ingi Leifsson skrifar
Smá vandræði á Tottenham.
Smá vandræði á Tottenham. vísir/getty
Tottenham hefur sent beiðni til enska knattspyrnusambandsins um að spila bikarleik liðsins gegn Watford á heimavelli MK Dons.

Nýr leikvangur Tottenham er ekki tilbúinn fyrir leikinn og bráðabirgðavöllur Tottenham, Wembley, er upptekinn þetta kvöld vegna NFL-leiks.

Dregið var í deildarbikarnum í dag og vonuðust stjórnarmenn Tottenham væntanlega eftir því að þeir myndu ekki fá heimaleik vegna vandræðanna með heimavöll.

Þeir drógust gegn Watford á heimavelli og vilja nú spila á heimavelli MK Dons, MK-leikvanginum, sem er um 40 mílum frá White Hart Lane.

Margir stuðningsmenn Tottenham eru ekki sáttir við þetta því leikurinn fer fram 24. september, sem er í miðri viku, og kvarta stuðningsmennirnir yfir því að erfitt gæti verið fyrir stuðningsmennina að komast svona langt í miðri viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×