Enski boltinn

Van der Sar: Þetta verður erfitt ár fyrir United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Van der Sar og Dimitar Berbatov fagna Englandsmeistaratitli
Van der Sar og Dimitar Berbatov fagna Englandsmeistaratitli Vísir/Getty
Edwin van der Sar, fyrrum markvörður Manchester United, telur að hans gamla félag eigi eftir að vera í vandræðum í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Van der Sar varði mark United frá 2005-2011. Hann vann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni með félaginu.

Manchester United hefur farið illa af stað í deildinni í ár, unnu fyrsta leik sinn gegn Leicester en töpuðu svo næstu tveimur.

„Á síðasta ári þá var mjög stórt bil upp í Manchester City og þeir hafa byrjað þetta ár mjög illa,“ sagði Hollendingurinn.

„Þetta verður brött brekka, það eru svo mörg sterk lið í úrvalsdeildinni. Þetta verður erfitt ár.“

Næsti leikur Manchester United er gegn Burnley á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×