Enski boltinn

Fjórir 100 prósent stjórar koma til greina sem stjóri mánaðarins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Knattspyrnustjórarnir fjórir sem koma til greina sem besti stjórinn í ágúst; Javi Gracia, Jürgen Klopp, Mauricio Pochettino og Maurizio Sarri.
Knattspyrnustjórarnir fjórir sem koma til greina sem besti stjórinn í ágúst; Javi Gracia, Jürgen Klopp, Mauricio Pochettino og Maurizio Sarri. Vísir/Samsett/Getty
Fjórir knattspyrnustjórar eru tilnefndir sem besti stjóri ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en það verður ekki nóg að vinna alla leiki sína í mánuðinum til að fá þessi verðlaun.

Stjórarnir sem koma til greina að þessu sinni eru  Javi Gracia, Jürgen Klopp, Mauricio Pochettino og Maurizio Sarri.

Allir fjórir eiga það sameiginlegt að hafa stýrt liðum sínum til sigurs í þremur fyrstu leikjum tímabilsins.







Javier Gracia hjá Watford stýrði liði sínu til sigurs á móti Brighton & Hove Albion, Burnley og Crystal Palace og liðið er með markatöluna 7-2. Gracia tók við Watford í janúar.

Jürgen Klopp hjá Liverpool stýrði liði sínu til sigurs á móti West Ham, Crystal Palace og Brighton og Liverpool hefur ekki enn fengið á sig mark en skorað sjö.

Mauricio Pochettino hjá Tottenham stýrði liði sínu til sigurs á móti Newcastle, Fulham og Manchester United þar af eru tveir útileikir og annar þeirra meira að segja á Old Trafford. Tottenham hefur skorða átta mörk í þessum leikjum og sex mörk í plús.

Maurizio Sarri hjá Chelsea vann þrjá fyrstu deildarleiki sína í stjórastólnum á Stamford Bridge sem voru á móti Huddersfield Town, Newcastle United og Arsenal. Markatalan er 8-3 Chelsea í vil.

Þú lesandi góður sem og aðrir netverjar geta ráðið úrslitum í netkosningu sem má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×