Enski boltinn

Leeds enn taplaust undir stjórn Bielsa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bielsa hress á hliðarlínunni í kvöld.
Bielsa hress á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty

Leeds er enn taplaust undir stjórn Marco Bielsa í ensku B-deildinni en Leeds gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Swansea á útivelli.

Swansea, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, komst yfir á 24. mínútu með marki frá Oliver McBurnie. Hann var á láni hjá Barnsley á síðustu leiktíð og skoraði níu mörk í sautján leikjum.

Kemar Roofe, fyrrum Víkingur, jafnaði á 40. mínútu áður en McBurnie kom Svönunum aftur yfir á 51. mínútu. Ellefum mínútum fyrir leikslok jafnaði Pablo Hernandez í 2-2 og þannig urðu lokatölur.

Leeds er á toppnum ásamt Middlesbrough með tíu stig; þrír sigrar og einn leikur. Góð byrjun hjá hinum fjöruga Bielsa í enska boltanum.

Í öðrum leikjum kvöldsins vann Derby, Frank Lampard og lærisveinar, 2-0 sigur á Ipswich á útivelli. Bristol rúllaði yfir QPR 3-0 og Hull marði Rotherham 3-2 í fjörugum leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.