Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 21:30 Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Vísir/AP Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, játaði í dag að hafa gerst sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. Umfang svikanna nemur um 20 milljónir Bandaríkjadala að því er fram kemur á vef AP. Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa fylgt skipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Trump á að hafa fyrirskipað Cohen að greiða tveimur konum, klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels, og Playboy fyrirsætunni Karen McDougal, háar fjárhæðir fyrir þagnarsamkomulag. Cohen segir að konurnar hefðu búið yfir upplýsingum sem kynnu að hafa slæm áhrif á kosningabaráttu Trumps og úrslit kosninganna.Michael Cohen fyrir framan dómshúsið í dag. Lögreglumenn stóðu vaktina og fréttamenn fjölmenntu.vísir/apCohen gengst við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 svo hún segði ekki frá kynferðislegu sambandi hennar við Trump árið 2006. Með því að gangast við því að hafa brotið lög um fjármögnun kosningabaráttu bendlar Cohen Trump við fjármálamisferli. Í dag játaði Cohen sök í átta ákæruliðum sem snúa að skattsvikum og brotum á lögum um fjármögnun kosningabaráttu. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, játaði í dag að hafa gerst sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. Umfang svikanna nemur um 20 milljónir Bandaríkjadala að því er fram kemur á vef AP. Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa fylgt skipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Trump á að hafa fyrirskipað Cohen að greiða tveimur konum, klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels, og Playboy fyrirsætunni Karen McDougal, háar fjárhæðir fyrir þagnarsamkomulag. Cohen segir að konurnar hefðu búið yfir upplýsingum sem kynnu að hafa slæm áhrif á kosningabaráttu Trumps og úrslit kosninganna.Michael Cohen fyrir framan dómshúsið í dag. Lögreglumenn stóðu vaktina og fréttamenn fjölmenntu.vísir/apCohen gengst við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 svo hún segði ekki frá kynferðislegu sambandi hennar við Trump árið 2006. Með því að gangast við því að hafa brotið lög um fjármögnun kosningabaráttu bendlar Cohen Trump við fjármálamisferli. Í dag játaði Cohen sök í átta ákæruliðum sem snúa að skattsvikum og brotum á lögum um fjármögnun kosningabaráttu.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira