Enski boltinn

Wilshere: Ég ætla að sýna Arsenal að það var rangt að losa sig við mig

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jack Wilshere heimsækir sitt gamla félag.
Jack Wilshere heimsækir sitt gamla félag. vísir/getty
Jack Wilshere, leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, er staðráðinn í að sýna Arsenal hvað það lét frá sér fara þegar að liðin mætast í deildinni á laugardaginn.

Eftir 17 ár í hjá Arsenal þurfti Wilshere að færa sig um set í Lundúnum þegar að Skytturnar framlengdu ekki samning enska landsliðsmannsins en hann var búinn að vera í herbúðum félagsins frá níu ára aldri.

„Það er undir mér komið að sýna Arsenal að það var rangt að losa sig við mig,“ segir Wilshere í leikskrá West Ham fyrir þennan Lundúnarslag.

Wilshere hefur glímt við sinn skerf af meiðslum í gegnum tíðina og var á láni hjá Bournemouth tímabilið 2016/2017. Hann kom sér aftur inn í Arsenal-liðið á síðustu leiktíð en Unai Emery vildi ekkert með hann hafa.

„Það verður skrítið fyrir mig að fara á Emirates og spila. Ég mátti það ekki þegar að ég var á láni en nú hlakka ég til leiksins og ég tel okkur eiga góða möguleika,“ segir Wilshere.

West Ham er án stiga eftir tvær umferðer en liðið tapaði 4-0 fyrir Liverpool í fyrstu umferð og 2-1 fyrir Bournemouth um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×