Enski boltinn

Segir Gylfa í öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn Everton

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson byrjar vel.
Gylfi Þór Sigurðsson byrjar vel. Vísir/Getty
Don Hutchinson, fyrrverandi leikmaður Everton, er meira en lítið ánægður með íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson og byrjun hans á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi fékk frábæra dóma fyrir frammistöðu sína á móti Southampton um helgina þar sem að hann stýrði leiknum eins og umferðarlögregla en hann var valinn í lið vikunnar hjá BBC.

Hutchinson er mest hrifinn af sköpunargáfu Gylfa inn á vellinum og telur að hún eigi eftir að gera mikið fyrir Everton-liðið á þessari leiktíð.

„Þú velur Gylfa Sigurðsson í liðið ef þú ert að leita að einhverri sköpunargáfu. Hann er í öðrum gæðaflokki. Hæfileikar hans í föstum leikatriðum og sendingargeta eru ótrúlegir,“ segir Hutchinson á vef Everton.

„Fyrst og fremst þurfa menn að hafa tæknilega getu til að senda boltann svona vel en menn þurfa líka að hafa yfirsýn til að vita hvert boltinn eigi að fara.“

„Þegar ég horfi á Gylfa Sigurðsson hugsa ég bara um yfirsýn. Það er ótrúlegt að sjá hvernig hann veit alltaf hvert boltinn á að fara. Hann er búinn að spila mikið á ferlinum og skila óteljandi klukkustundum á æfingasvæðinu. Hann kann leikinn algjörlega,“ segir Don Hutchinson.


Tengdar fréttir

Messan: Gylfi stýrir umferðinni

Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik fyrir Everton er liðið vann 3-1 sigur á Southampton á laugardag. Messan fór yfir hans leik og breytinguna á honum frá því á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×