Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2018 12:04 Mollie Tibbetts hafði verið saknað frá 18. júlí en lík hennar fannst í vikunni. Vísir/AP Ættingjar Mollie Tibbetts haffa stigið fram og gagnrýnt hvernig íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa notað morð hennar í pólitískum tilgangi. Ólöglegur innflytjandi hefur verið ákærður fyrir morð hennar og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar hafa haldið því fram að morð hennar sýni fram á nauðsyn þess að taka á innflytjendamálum Bandaríkjanna og jafnvel nauðsyn þessa að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig: Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalögFrænka Tibbetts, Billie Jo Calderwood, skrifaði á Facebook á þriðjudaginn að fjölskyldan hefði fengið stuðning frá vinum af öllum þjóðernum og kynþáttum. „Vinsamlegast munið að illska er í ÖLLUM litum,“ skrifaði Calderwood. Önnur frænka hennar, Sam Lucas, fékk nóg þegar hún las tíst um Tibbetts. Þær voru fjarskyldar og Lucas segist ekki hafa ætlað sér að vera einhverskonar talskona fjölskyldunnar. Hins vegar finnist henni óþolandi að morð frænku sinnar sé notað í pólitískum tilgangi. Það kom henni á óvart hve fljótt það gerðist. „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin,“ sagði Lucas við Washington Post.and fyi @RealCandaceO, my whole family is hurting right now and you’re not helping. you’re despicable and this is so far from the loving and kind soul that mollie was. my prayers go out to you in hopes that maybe you’ll become a better person. not hedging my bets tho. — sam (@samlucasss) August 22, 2018 Frá því hún birti tístið segist Lucas hafa orðið fyrir miklu áreiti. Þar á meðal hafi fólk óskað þess að hún hefði verið myrt en ekki Tibbetts. Hún segist skilja að umræða um innflytjendur í Bandaríkjanna þurfi að eiga sér stað en tekur fyrir að sú umræða eigi að snúast um frænku sína. „Fólk er að segja: „Ef við værum með betra landamæraeftirlit, væri frænka þín á lífi“. Það er mögulega satt en fullt af ungum konum eru myrtar af löglegum innflytjendum eða fólki sem fæddist hérna.“ Umræða Repúblikana virðist að mestu leyti byggja á þeirri hugmynd að innflytjendur fremja fjölmarga glæpi. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á hið gagnstæða. Að innflytjendur í Bandaríkjunum fremji færri glæpi en þeir sem fæðast í Bandaríkjunum og að fleiri innflytjendur leiði ekki til fleiri glæpa. Buzzfeed hefur tekið nokkrar slíkar rannsóknir saman.Óljóst er hvort að Cristhian Rivera, sem sakaður er um að hafa myrt Tibbetts, hafi verið í Bandaríkjunum ólöglega. Lögfræðingur hans hefur sagt að hann hafi verið með atvinnuleyfi en landamæraeftirlit Bandaríkjanna segir svo ekki vera. Bandaríkin Tengdar fréttir Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Ættingjar Mollie Tibbetts haffa stigið fram og gagnrýnt hvernig íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa notað morð hennar í pólitískum tilgangi. Ólöglegur innflytjandi hefur verið ákærður fyrir morð hennar og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar hafa haldið því fram að morð hennar sýni fram á nauðsyn þess að taka á innflytjendamálum Bandaríkjanna og jafnvel nauðsyn þessa að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig: Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalögFrænka Tibbetts, Billie Jo Calderwood, skrifaði á Facebook á þriðjudaginn að fjölskyldan hefði fengið stuðning frá vinum af öllum þjóðernum og kynþáttum. „Vinsamlegast munið að illska er í ÖLLUM litum,“ skrifaði Calderwood. Önnur frænka hennar, Sam Lucas, fékk nóg þegar hún las tíst um Tibbetts. Þær voru fjarskyldar og Lucas segist ekki hafa ætlað sér að vera einhverskonar talskona fjölskyldunnar. Hins vegar finnist henni óþolandi að morð frænku sinnar sé notað í pólitískum tilgangi. Það kom henni á óvart hve fljótt það gerðist. „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin,“ sagði Lucas við Washington Post.and fyi @RealCandaceO, my whole family is hurting right now and you’re not helping. you’re despicable and this is so far from the loving and kind soul that mollie was. my prayers go out to you in hopes that maybe you’ll become a better person. not hedging my bets tho. — sam (@samlucasss) August 22, 2018 Frá því hún birti tístið segist Lucas hafa orðið fyrir miklu áreiti. Þar á meðal hafi fólk óskað þess að hún hefði verið myrt en ekki Tibbetts. Hún segist skilja að umræða um innflytjendur í Bandaríkjanna þurfi að eiga sér stað en tekur fyrir að sú umræða eigi að snúast um frænku sína. „Fólk er að segja: „Ef við værum með betra landamæraeftirlit, væri frænka þín á lífi“. Það er mögulega satt en fullt af ungum konum eru myrtar af löglegum innflytjendum eða fólki sem fæddist hérna.“ Umræða Repúblikana virðist að mestu leyti byggja á þeirri hugmynd að innflytjendur fremja fjölmarga glæpi. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á hið gagnstæða. Að innflytjendur í Bandaríkjunum fremji færri glæpi en þeir sem fæðast í Bandaríkjunum og að fleiri innflytjendur leiði ekki til fleiri glæpa. Buzzfeed hefur tekið nokkrar slíkar rannsóknir saman.Óljóst er hvort að Cristhian Rivera, sem sakaður er um að hafa myrt Tibbetts, hafi verið í Bandaríkjunum ólöglega. Lögfræðingur hans hefur sagt að hann hafi verið með atvinnuleyfi en landamæraeftirlit Bandaríkjanna segir svo ekki vera.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31
Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41