Suður-afrísk stjórnvöld krefjast skýringa á tísti Trump um bændamorð Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2018 12:05 Mótmæli gegn drápum á hvítum bændum letruð aftan á bíl í Suður-Afríku. Opinberar tölur benda þó til þess að ekki hafi færri bændur verið drepnir í 20 ár. Vísir/AP Talsmaður forseta Suður-Afríku segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi fengið rangar upplýsingar um eignaupptöku og morð á hvítum bændum þar í landi. Trump virðist hafa tíst um ástand mála í Afríkulandinu á grundvelli umfjöllunar á íhaldssamri sjónvarpsstöð með ásökunum sem hafa verið hvítum þjóðernissinnum hugleiknar. Bandaríkjaforseti sagðist í tístinu hafa óskað eftir því við utanríkisráðherra sinn að ráðuneytið rannsakaði eignaupptöku á bújörðum og „víðtækum“ drápum á bændum. Vitnaði hann í þáttastjórnanda Fox News sem fullyrti í gær að ríkisstjórn Suður-Afríku gerði jarðir hvítra bænda upptækar.Reuters-fréttastofan segir að suður-afríska utanríkisráðuneytið ætli að krefja sendiráð Bandaríkjanna í Pretoríu skýringa á tísti Trump. Hann hefur enn ekki tilnefnt nýjan sendiherra í Suður-Afríku. „Suður-Afríka hafnar algerlega þessari þröngu sýn sem reynir aðeins að sundra þjóð okkar og minnir okkur á nýlendufortíð okkar,“ tísti opinber reikningur ríkisstjórnar Suður-Afríku.Gengið hægt að rétta af misskiptingu í eignarhaldi á jörðum Misskipting á milli hvítra og svartra er enn mikil í Suður-Afríku þrátt fyrir að formlegri aðskilnaðarstefnu hafi lokið á 10. áratug síðustu aldar. Meirihluti jarðnæðis er í eigu hvítra bænda. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að kaupa land af hvítum bændum sem hafa áhuga á að selja og dreift því til svartra. Endurskipting jarðnæðis hefur þó gengið hægt og telur meirihluta landsmanna að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að jafna leikinn á milli kynþáttanna. Ríkisstjórn Afríska þjóðarráðsins ætlar því að leggja til breytingar á stjórnarskrá landsins til þess að heimila stjórnvöldum að leggja hald á land án bóta. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að það verði gert án þess að skaða efnahagsvöxt eða fæðuöryggi. Engar bújarðir hafi verið gerðar upptækar frá því að tilkynnt var um breytingarnar. Reuters segir einnig að ofbeldisglæpir séu stórt vandamál í Suður-Afríku. Þar voru 47 bændur drepnir í fyrra. Þrátt fyrir það hafa morð á bændum ekki verið færri í tuttugu ár.Bent er á að þetta er í fyrsta skipti sem Trump tístir um Afríku frá því að hann varð forseti og þá til þess að taka upp hanskann fyrir hvítt fólk. Hann hefur áður kallað Afríkulönd skítaholur.Vísir/GettyÁhugamál hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamannaWashington Post segir að tíst Trump sé það fyrsta þar sem hann minnist á Afríku frá því að hann tók við sem forseti Bandaríkjanna. Ásakanirnar um ofsóknir gegn hvítum Suður-Afríkumönnum séu vinsælt umræðuefni hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamanna í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Þeim verður tíðrætt um meint „þjóðarmorð“ á hvítu fólki í Suður-Afríku. Ekki er langt síðan að ástralskur þingmaður var sakaður um rasisma þegar hann sagði að hvítir Suður-Afríkumenn ættu að fá stöðu flóttamanna í Ástralíu. Þeir þyrftu að leita hælis í „siðmenntuðu landi“. Tucker Carlson, þáttastjórnandi Fox, sem Trump vitnaði til, sakaði forseta Suður-Afríku um að „hrifsa land frá eigin borgurum án bóta vegna þess að þeir eru með rangan húðlit“. Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku var við völd til ársins 1994 og rak þar stranga aðskilnaðarstefnu. Samkvæmt henni voru hvítir álitnir æðri kynþáttur og svarti meirihlutinn var kúgaður.I have asked Secretary of State @SecPompeo to closely study the South Africa land and farm seizures and expropriations and the large scale killing of farmers. “South African Government is now seizing land from white farmers.” @TuckerCarlson @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 23, 2018 Ástralía Bandaríkin Donald Trump Suður-Afríka Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Talsmaður forseta Suður-Afríku segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi fengið rangar upplýsingar um eignaupptöku og morð á hvítum bændum þar í landi. Trump virðist hafa tíst um ástand mála í Afríkulandinu á grundvelli umfjöllunar á íhaldssamri sjónvarpsstöð með ásökunum sem hafa verið hvítum þjóðernissinnum hugleiknar. Bandaríkjaforseti sagðist í tístinu hafa óskað eftir því við utanríkisráðherra sinn að ráðuneytið rannsakaði eignaupptöku á bújörðum og „víðtækum“ drápum á bændum. Vitnaði hann í þáttastjórnanda Fox News sem fullyrti í gær að ríkisstjórn Suður-Afríku gerði jarðir hvítra bænda upptækar.Reuters-fréttastofan segir að suður-afríska utanríkisráðuneytið ætli að krefja sendiráð Bandaríkjanna í Pretoríu skýringa á tísti Trump. Hann hefur enn ekki tilnefnt nýjan sendiherra í Suður-Afríku. „Suður-Afríka hafnar algerlega þessari þröngu sýn sem reynir aðeins að sundra þjóð okkar og minnir okkur á nýlendufortíð okkar,“ tísti opinber reikningur ríkisstjórnar Suður-Afríku.Gengið hægt að rétta af misskiptingu í eignarhaldi á jörðum Misskipting á milli hvítra og svartra er enn mikil í Suður-Afríku þrátt fyrir að formlegri aðskilnaðarstefnu hafi lokið á 10. áratug síðustu aldar. Meirihluti jarðnæðis er í eigu hvítra bænda. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að kaupa land af hvítum bændum sem hafa áhuga á að selja og dreift því til svartra. Endurskipting jarðnæðis hefur þó gengið hægt og telur meirihluta landsmanna að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að jafna leikinn á milli kynþáttanna. Ríkisstjórn Afríska þjóðarráðsins ætlar því að leggja til breytingar á stjórnarskrá landsins til þess að heimila stjórnvöldum að leggja hald á land án bóta. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að það verði gert án þess að skaða efnahagsvöxt eða fæðuöryggi. Engar bújarðir hafi verið gerðar upptækar frá því að tilkynnt var um breytingarnar. Reuters segir einnig að ofbeldisglæpir séu stórt vandamál í Suður-Afríku. Þar voru 47 bændur drepnir í fyrra. Þrátt fyrir það hafa morð á bændum ekki verið færri í tuttugu ár.Bent er á að þetta er í fyrsta skipti sem Trump tístir um Afríku frá því að hann varð forseti og þá til þess að taka upp hanskann fyrir hvítt fólk. Hann hefur áður kallað Afríkulönd skítaholur.Vísir/GettyÁhugamál hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamannaWashington Post segir að tíst Trump sé það fyrsta þar sem hann minnist á Afríku frá því að hann tók við sem forseti Bandaríkjanna. Ásakanirnar um ofsóknir gegn hvítum Suður-Afríkumönnum séu vinsælt umræðuefni hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamanna í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Þeim verður tíðrætt um meint „þjóðarmorð“ á hvítu fólki í Suður-Afríku. Ekki er langt síðan að ástralskur þingmaður var sakaður um rasisma þegar hann sagði að hvítir Suður-Afríkumenn ættu að fá stöðu flóttamanna í Ástralíu. Þeir þyrftu að leita hælis í „siðmenntuðu landi“. Tucker Carlson, þáttastjórnandi Fox, sem Trump vitnaði til, sakaði forseta Suður-Afríku um að „hrifsa land frá eigin borgurum án bóta vegna þess að þeir eru með rangan húðlit“. Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku var við völd til ársins 1994 og rak þar stranga aðskilnaðarstefnu. Samkvæmt henni voru hvítir álitnir æðri kynþáttur og svarti meirihlutinn var kúgaður.I have asked Secretary of State @SecPompeo to closely study the South Africa land and farm seizures and expropriations and the large scale killing of farmers. “South African Government is now seizing land from white farmers.” @TuckerCarlson @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 23, 2018
Ástralía Bandaríkin Donald Trump Suður-Afríka Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira