Íslenski boltinn

Brynjar Björn: Ætlum að veita þeim samkeppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segist spenntur fyrir stórleik kvöldsins en HK og ÍA mætast í toppslag Inkasso-deildarinnar á Akranesi í kvöld.

Fyrir leikinn í kvöld eru Skagamenn á toppnum með 39 stig en HK er með stigi minna í öðru sæti. Það er því mikið undir í kvöld.

„Tilfinningin er góð og tilhlökkun í hópnum og HK-fólki að mæta upp á Skaga,” sagði Brynjar Björn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

„Þetta er sterkt ÍA-lið í sumar sem við fór niður í fyrra og stefna á að fara beint upp. Við ætlum að veita þeim samkeppni í því og mögulega fyrsta sætið í deildinni.”

Fyrri leikur liðanna endaði með jafntefli í Kórnum en hver verður lykillinn í kvöld?

„Við erum búnir að skora dálítið af mörkum undanfarið. Þetta er samspil af góðum varnarleik og síðan þarftu að vera einbeittur og beinskeittur í sóknarleiknum.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×