Mourinho væri hættur fyrir löngu ef þetta væri einhver annar klúbbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 11:00 Jose Mourinho ræðir við fyrirliðann Paul Pogba og nokkra aðra leikmenn Manchester United liðsins. Vísir/Getty Það er ekki auðvelt lífið þessa dagana fyrir knattspyrnustjóra Manchester United enda vill eflaust stór hluti stuðningsmanna félagsins sjá annan en Jose Mourinho í stólnum eftir endalaust væl og litlausa spilamennsku. Manchester United hefur lengstum spilað hundleiðinlegan fótbolta undir stjórn Jose Mourinho svo leiðinlegan að hann varpaði stórum skugga á flottan árangur liðsins á síðasta tímabilið þegar liðið endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho kvartar nú og kveinar við hvert tækifæri undan litlum stuðningi frá félaginu eftir rólegan félagsskiptaglugga og gefur ennfremur lítið fyrir gagnrýni blaðamanna á sín störf. Undir hans stjórn náði United sínum besta árangri í fimm ár í fyrra. Takist Manchester United aftur á móti ekki að brúa bilið á milli sín og City eða missir jafnvel lið eins og Liverpool og Chelsea upp fyrir sig þá er afsökun Mourinho líka löngu klár. Mourinho fékk ekki að kaupa miðvörð í sumar en einmitt þar liggja vandamál liðsins. Þetta sást vel í 3-2 tapi á móti Brighton um síðustu helgi og United-liðið hefur fengið á sig fjögur mörk í fyrstu tveimur umferðunum. Lið Manchester City, Liverpool og Chelsea hafa fengið á sig samtals þrjú mörk í þessum fyrstu umferðum 2018-19 tímabilsins. Nú hafa vinir Jose Mourinho sagt frá því að portúgalski stjórinn væri löngu hættur í þessu starfi ef að hann væri ekki að stýra Manchester United. Daily Mirror segir frá. Sömu vinir láku því líka í sama blaðamann Daily Mirror að Jose Mourinho væri mjög pirraður út hvað lítinn stuðning hann fær fram varastjórnarformanninum Ed Woodward.Jose Mourinho's 12 words to friends over row with Manchester United chief Ed Woodwardhttps://t.co/DBz28v2n1Lpic.twitter.com/0YOKDb4waW — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Það er þessi litli stuðningur sem hafði þýtt að hann hefði strunsað út í mótmælaskyni hjá öllum öðrum félögum. Nú er hann hins vegar í draumastarfinu og vill gera allt til þess að ná árangri með Manchester United. Þrátt fyrir þennan mikla pirring þá er Mourinho staðráðinn að halda áfram á Old Trafford eins og kemur fram í annarri grein í Manchester Evening News. Það hjálpar líka Jose Mourinho að hann framlengdi samninginn sinn í janúar og það yrði mjög dýrt fyrir Manchester United að láta hann fara.5 issues Jose Mourinho must address ahead of Manchester United's clash with Tottenham | @AA_Richardshttps://t.co/3HVK9ISTLbpic.twitter.com/V4AF1FnNwB — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Þriðja árið hjá félagi hefur oft reynst Jose Mourinho afar erfitt og það lítur út fyrir að það ætli ekki að breytast nú. Stuðningsmenn United geta hins vegar glaðst yfir eða grátið það að það er engin uppgjöf í Jose Mourinho. Næsti leikur liðsins er á móti Tottenham Hotspur á mánudagskvöldið. Ekkert nema sigur þar getur létt pressuna af Mourinho og hans mönnum. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Það er ekki auðvelt lífið þessa dagana fyrir knattspyrnustjóra Manchester United enda vill eflaust stór hluti stuðningsmanna félagsins sjá annan en Jose Mourinho í stólnum eftir endalaust væl og litlausa spilamennsku. Manchester United hefur lengstum spilað hundleiðinlegan fótbolta undir stjórn Jose Mourinho svo leiðinlegan að hann varpaði stórum skugga á flottan árangur liðsins á síðasta tímabilið þegar liðið endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho kvartar nú og kveinar við hvert tækifæri undan litlum stuðningi frá félaginu eftir rólegan félagsskiptaglugga og gefur ennfremur lítið fyrir gagnrýni blaðamanna á sín störf. Undir hans stjórn náði United sínum besta árangri í fimm ár í fyrra. Takist Manchester United aftur á móti ekki að brúa bilið á milli sín og City eða missir jafnvel lið eins og Liverpool og Chelsea upp fyrir sig þá er afsökun Mourinho líka löngu klár. Mourinho fékk ekki að kaupa miðvörð í sumar en einmitt þar liggja vandamál liðsins. Þetta sást vel í 3-2 tapi á móti Brighton um síðustu helgi og United-liðið hefur fengið á sig fjögur mörk í fyrstu tveimur umferðunum. Lið Manchester City, Liverpool og Chelsea hafa fengið á sig samtals þrjú mörk í þessum fyrstu umferðum 2018-19 tímabilsins. Nú hafa vinir Jose Mourinho sagt frá því að portúgalski stjórinn væri löngu hættur í þessu starfi ef að hann væri ekki að stýra Manchester United. Daily Mirror segir frá. Sömu vinir láku því líka í sama blaðamann Daily Mirror að Jose Mourinho væri mjög pirraður út hvað lítinn stuðning hann fær fram varastjórnarformanninum Ed Woodward.Jose Mourinho's 12 words to friends over row with Manchester United chief Ed Woodwardhttps://t.co/DBz28v2n1Lpic.twitter.com/0YOKDb4waW — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Það er þessi litli stuðningur sem hafði þýtt að hann hefði strunsað út í mótmælaskyni hjá öllum öðrum félögum. Nú er hann hins vegar í draumastarfinu og vill gera allt til þess að ná árangri með Manchester United. Þrátt fyrir þennan mikla pirring þá er Mourinho staðráðinn að halda áfram á Old Trafford eins og kemur fram í annarri grein í Manchester Evening News. Það hjálpar líka Jose Mourinho að hann framlengdi samninginn sinn í janúar og það yrði mjög dýrt fyrir Manchester United að láta hann fara.5 issues Jose Mourinho must address ahead of Manchester United's clash with Tottenham | @AA_Richardshttps://t.co/3HVK9ISTLbpic.twitter.com/V4AF1FnNwB — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Þriðja árið hjá félagi hefur oft reynst Jose Mourinho afar erfitt og það lítur út fyrir að það ætli ekki að breytast nú. Stuðningsmenn United geta hins vegar glaðst yfir eða grátið það að það er engin uppgjöf í Jose Mourinho. Næsti leikur liðsins er á móti Tottenham Hotspur á mánudagskvöldið. Ekkert nema sigur þar getur létt pressuna af Mourinho og hans mönnum.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira