Mourinho væri hættur fyrir löngu ef þetta væri einhver annar klúbbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 11:00 Jose Mourinho ræðir við fyrirliðann Paul Pogba og nokkra aðra leikmenn Manchester United liðsins. Vísir/Getty Það er ekki auðvelt lífið þessa dagana fyrir knattspyrnustjóra Manchester United enda vill eflaust stór hluti stuðningsmanna félagsins sjá annan en Jose Mourinho í stólnum eftir endalaust væl og litlausa spilamennsku. Manchester United hefur lengstum spilað hundleiðinlegan fótbolta undir stjórn Jose Mourinho svo leiðinlegan að hann varpaði stórum skugga á flottan árangur liðsins á síðasta tímabilið þegar liðið endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho kvartar nú og kveinar við hvert tækifæri undan litlum stuðningi frá félaginu eftir rólegan félagsskiptaglugga og gefur ennfremur lítið fyrir gagnrýni blaðamanna á sín störf. Undir hans stjórn náði United sínum besta árangri í fimm ár í fyrra. Takist Manchester United aftur á móti ekki að brúa bilið á milli sín og City eða missir jafnvel lið eins og Liverpool og Chelsea upp fyrir sig þá er afsökun Mourinho líka löngu klár. Mourinho fékk ekki að kaupa miðvörð í sumar en einmitt þar liggja vandamál liðsins. Þetta sást vel í 3-2 tapi á móti Brighton um síðustu helgi og United-liðið hefur fengið á sig fjögur mörk í fyrstu tveimur umferðunum. Lið Manchester City, Liverpool og Chelsea hafa fengið á sig samtals þrjú mörk í þessum fyrstu umferðum 2018-19 tímabilsins. Nú hafa vinir Jose Mourinho sagt frá því að portúgalski stjórinn væri löngu hættur í þessu starfi ef að hann væri ekki að stýra Manchester United. Daily Mirror segir frá. Sömu vinir láku því líka í sama blaðamann Daily Mirror að Jose Mourinho væri mjög pirraður út hvað lítinn stuðning hann fær fram varastjórnarformanninum Ed Woodward.Jose Mourinho's 12 words to friends over row with Manchester United chief Ed Woodwardhttps://t.co/DBz28v2n1Lpic.twitter.com/0YOKDb4waW — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Það er þessi litli stuðningur sem hafði þýtt að hann hefði strunsað út í mótmælaskyni hjá öllum öðrum félögum. Nú er hann hins vegar í draumastarfinu og vill gera allt til þess að ná árangri með Manchester United. Þrátt fyrir þennan mikla pirring þá er Mourinho staðráðinn að halda áfram á Old Trafford eins og kemur fram í annarri grein í Manchester Evening News. Það hjálpar líka Jose Mourinho að hann framlengdi samninginn sinn í janúar og það yrði mjög dýrt fyrir Manchester United að láta hann fara.5 issues Jose Mourinho must address ahead of Manchester United's clash with Tottenham | @AA_Richardshttps://t.co/3HVK9ISTLbpic.twitter.com/V4AF1FnNwB — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Þriðja árið hjá félagi hefur oft reynst Jose Mourinho afar erfitt og það lítur út fyrir að það ætli ekki að breytast nú. Stuðningsmenn United geta hins vegar glaðst yfir eða grátið það að það er engin uppgjöf í Jose Mourinho. Næsti leikur liðsins er á móti Tottenham Hotspur á mánudagskvöldið. Ekkert nema sigur þar getur létt pressuna af Mourinho og hans mönnum. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Það er ekki auðvelt lífið þessa dagana fyrir knattspyrnustjóra Manchester United enda vill eflaust stór hluti stuðningsmanna félagsins sjá annan en Jose Mourinho í stólnum eftir endalaust væl og litlausa spilamennsku. Manchester United hefur lengstum spilað hundleiðinlegan fótbolta undir stjórn Jose Mourinho svo leiðinlegan að hann varpaði stórum skugga á flottan árangur liðsins á síðasta tímabilið þegar liðið endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho kvartar nú og kveinar við hvert tækifæri undan litlum stuðningi frá félaginu eftir rólegan félagsskiptaglugga og gefur ennfremur lítið fyrir gagnrýni blaðamanna á sín störf. Undir hans stjórn náði United sínum besta árangri í fimm ár í fyrra. Takist Manchester United aftur á móti ekki að brúa bilið á milli sín og City eða missir jafnvel lið eins og Liverpool og Chelsea upp fyrir sig þá er afsökun Mourinho líka löngu klár. Mourinho fékk ekki að kaupa miðvörð í sumar en einmitt þar liggja vandamál liðsins. Þetta sást vel í 3-2 tapi á móti Brighton um síðustu helgi og United-liðið hefur fengið á sig fjögur mörk í fyrstu tveimur umferðunum. Lið Manchester City, Liverpool og Chelsea hafa fengið á sig samtals þrjú mörk í þessum fyrstu umferðum 2018-19 tímabilsins. Nú hafa vinir Jose Mourinho sagt frá því að portúgalski stjórinn væri löngu hættur í þessu starfi ef að hann væri ekki að stýra Manchester United. Daily Mirror segir frá. Sömu vinir láku því líka í sama blaðamann Daily Mirror að Jose Mourinho væri mjög pirraður út hvað lítinn stuðning hann fær fram varastjórnarformanninum Ed Woodward.Jose Mourinho's 12 words to friends over row with Manchester United chief Ed Woodwardhttps://t.co/DBz28v2n1Lpic.twitter.com/0YOKDb4waW — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Það er þessi litli stuðningur sem hafði þýtt að hann hefði strunsað út í mótmælaskyni hjá öllum öðrum félögum. Nú er hann hins vegar í draumastarfinu og vill gera allt til þess að ná árangri með Manchester United. Þrátt fyrir þennan mikla pirring þá er Mourinho staðráðinn að halda áfram á Old Trafford eins og kemur fram í annarri grein í Manchester Evening News. Það hjálpar líka Jose Mourinho að hann framlengdi samninginn sinn í janúar og það yrði mjög dýrt fyrir Manchester United að láta hann fara.5 issues Jose Mourinho must address ahead of Manchester United's clash with Tottenham | @AA_Richardshttps://t.co/3HVK9ISTLbpic.twitter.com/V4AF1FnNwB — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Þriðja árið hjá félagi hefur oft reynst Jose Mourinho afar erfitt og það lítur út fyrir að það ætli ekki að breytast nú. Stuðningsmenn United geta hins vegar glaðst yfir eða grátið það að það er engin uppgjöf í Jose Mourinho. Næsti leikur liðsins er á móti Tottenham Hotspur á mánudagskvöldið. Ekkert nema sigur þar getur létt pressuna af Mourinho og hans mönnum.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira