Enski boltinn

Fyrirliði Tottenham tekin fullur undir stýri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hugo Lloris með HM-bikarinn í einu af mörgum sigurpartýum Fraka eftir heimsmeistaratitil Frakka í sumar.
Hugo Lloris með HM-bikarinn í einu af mörgum sigurpartýum Fraka eftir heimsmeistaratitil Frakka í sumar. Vísir/Getty
Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham og heimsmeistara Frakka, er í vandræðum eftir að hafa verið stoppaður af lögreglunni í vikunni.

Hugo Lloris var tekinn fullur undir stýri í vestur London og hefur nú verið ákærður fyrir að keyra undir áhrifum.

Hinn 31 árs gamli markvörður var tekin í Gloucester Place mjög snemma í morgun en Tottenham á ekki leik fyrr en á mánudagskvöldið þegar liðið spilar við Manchester United.





Lloris hefur varið mark Tottenham frá árinu 2012 og er búinn að spila 256 leiki fyrir félagið.

Þetta hefur verið magnað sumar fyrir kappann enda tók hann við heimsbikarnum í júlí. Lloris virðist eiga erfitt með að hætta að fagna góðum árangri.

Lloris var sleppt eftir að hafa lagt fram tryggingu en þarf að mæta fyrir dómara í Westminster Magistrates' Court 11. september næstkomandi.

Tottenham hefur unnið tvo fyrstu leiki sína en Hugo Lloris hefur þó fengið mark á sig í þeim báðum.

Lloris mun auðvitað fá á sig harða gagnrýni fyrir þetta lögbrot en eins fyrir að drekka sig fullan svo skömmu fyrir mikilvægan leik í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×