Enski boltinn

Jafntefli í Íslendingaslagnum

Dagur Lárusson skrifar
Birkir spilaði allan leikinn í dag.
Birkir spilaði allan leikinn í dag. vísir/getty
Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn í jafntefli Aston Villa gegn Jóni Daða og félögum í Reading í ensku 1.deildinni í dag.

 

Fyrir leikinn í dag var Villa með átta stig ofarlega í deildinni á meðan Reading sat á botninum með aðeins eitt stig.

 

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum og náði hvorugt liðið að skora og því var markalaust í hálfleiknum.

 

Heimamenn komu hinsvegar ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og skoruðu strax á 51. mínútu en þar var á ferðinni Ahmed El Mohamady.

 

Liðsmenn Reading reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en allt stefndi í það að Villa myndi halda út þar til í uppbótartíma þegar Reading fékk vítaspyrnu. Á punktinn steig Sam Baldock sem skoraði og tryggði Reading eitt stig.

 

Eftir leikinn er Villa með níu stig um miðja deild á meðan Reading er ennþá á botninum en nú með tvö stig.

 

Marco Bielsa hefur farið vel af stað með sína menn í Leeds og hefur lið hans spilað skemmtilegan fótbolta á tímabilinu hingað til og var engin undantekning á því í dag þegar liðið fór í heimsókn til Norwich. 

 

Mateusz Klich kom Leeds yfir á 21. mínútu og aðeins fimm mínútum seinna tvöfaldaði Alioski forystuna fyrir Leeds og og var staðan 0-2 í hálfleiknum.

 

Liðsmenn Leeds héldu uppteknum hætti í seinni hálfleiknum og skoruðu þriðja markið á 67. mínútu og var þar á ferðinni Pablo Hernandez.

 

Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur því 0-3. Eftir leikinn er Leeds í fyrsta sæti með 13 stig.

 

Úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan.

 

Aston Villa 1-1 Reading

Blackburn Rovers 1-0 Brentford

Bolton 0-3 Sheffield United

Derby County 2-0 Preston North End

Norwich 0-3 Leeds

QPR 1-0 Wigan

Sheffield Wednesday 2-1 Ipswich Town

Stoke City 2-0 Hull City

Swansea 0-1 Bristol City

 


Tengdar fréttir

Aston Villa gerði jafntefli │ Reading enn án stiga

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Aston Villa sem gerði 1-1 jafntefli við Ipswich Town í ensku Championship-deildinni í dag. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Reading töpuðu 1-0 fyrir Bolton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×