Íslenski boltinn

Blikar aftur á toppinn og FH-ingar hanga á bláþræði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir stefnir á gullskóinn í haust
Berglind Björg Þorvaldsdóttir stefnir á gullskóinn í haust Fréttablaðið/Anton brink

Breiðablik endurheimti toppsætið í Pepsi deild kvenna með sigri á FH í Kaplakrika í dag. Blikar eru nú með tveggja stiga forystu á Þór/KA þegar þrjár umferðir eru eftir.

Nýkrýndir bikarmeistarar Blika kunna ekki að tapa, þær hafa bara gert það einu sinni í sumar, gegn Þór/KA á Akureyri í júní.

Það tók Blikana þó klukkutíma að finna marknetið í Krikanum í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir braut ísinn á 59. mínútu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti sendinguna inn á Berglindi sem skallaði boltann í netið.

Agla María Albertsdóttir bætti öðru marki við tíu mínútum seinna með glæsilegu skoti og Berglind Björg gulltryggði sigurinn á 81. mínútu. Lokatölur 3-0.

FH situr eftir í botnsætinu með sex stig og er vonin veik fyrir FH-inga að halda sér í deildinni. Þegar níu stig eru í pottinum munar sex stigum á FH og KR í 8. sætinu eftir úrslit leiks HK/Víkings og Grindavíkur.

Upphaflega sagði í fréttinni að FH væri fallið þar sem HK/Víkingur fór í 16 stig, en við það fór KR í áttunda sætið og á FH enn möguleika á því að komast upp fyrir KR-inga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.