Enski boltinn

Messan fann lausnina fyrir Özil: Drekka meira lýsi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mesut Özil var ekki í leikmannahóp Arsenal fyrir leikinn gegn West Ham um helgina. Arsenal sagði að hann væri veikur en umræðan í fótboltaheiminum snérist um það hvort það væri í raun satt, eða hvort ósætti væri á milli Özil og Unai Emery.

Emery sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að hann væri veikur, það væri ekkert flóknara en það, og ekkert væri varið í þá orðróma að samband þeirra væri ekki í lagi.

Á síðasta eina og hálfa árinu, frá janúar 2017, hefur Özil misst af fimm leikjum með Arsenal vegna veikinda.

„Það er búið að vera mikið vesen á Özil í haust. Síðasta leiktíð hjá honum hjá Arsenal var náttúrulega algjör hörmung,“ sagði Hjörvar Hafliðason þegar málið var rætt í Messunni á Stöð 2 Sport í gær.

Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Breiðabliks, var einn sérfræðinganna í settinu. Strákarnir spurðu hann hvað hann hefði misst af mörgum leikjum vegna veikinda á ferlinum og svarið var auðvelt. Engum.

Þeir voru með svarið fyrir Özil tilbúið, drekka smá lýsi.

„Þetta er málið fyrir alla sem vilja halda góðri heilsu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×