Enski boltinn

Liverpool leyfði Loris Karius að fara en ekki Mignolet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Simon Mignolet.
Simon Mignolet. Vísir/Getty
Simon Mignolet verður varamarkvörður Liverpool á þessari leiktíð og fær ekki að fara frá félaginu.

Belgíski markvörðurinn vill fá tækifæri til að spila en það verða ekki margar mínútur í boði fyrir Mignolet hjá Liverpool í vetur.

Liverpool keypti brasilíska landsliðsmarkvörðinn Alisson fyrir 65 milljónir punda og Alisson hefur haldið hreinu í þremur fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Simon Mignolet hélt að hann hefði vilyrði fyrir að fá að fara frá Liverpool áður en glugginn lokar í lok mánaðarins en samkvæmt frétt Guardian þá fær hann ekki að fara.

Klopp vill ekki missa hann því væri aðeins eftir ungu markverðirnir Caoimhin Kelleher og Kamil Grabara sem báðir eru nítján ára gamlir.





Simon Mignolet missti sæti sitt í Liverpool-liðinu til Loris Karius á síðustu leiktíð og sat mikið á varamannabekknum. Eftir mörg skrautleg mistök Loris Karius þá ákvað Jürgen Klopp að eyða stórri upphæð í nýjan markvörð í sumar.

Loris Karius verður hins vegar ekki varamarkvörður Alisson því Liverpool samþykkti að senda hann á tveggja ára lánsamning til tyrkneska félagsins Besiktas.

Besiktas ætlaði fyrst að fá Simon Mignolet að láni en Liverpool hafnaði því tilboði. Klopp var aftur á móti tilbúin að senda Loris Karius til Tyrklands.

Simon Mignolet þarf því að sætta sig að vera varamarkvörður Alisson í vetur og fá lítið að spila. Belganum fyrst þetta mjög skrýtið.

„Mér finnst það furðulegt að Karius var lánaður en ég, sem átti möguleika á að fara á láni, fæ ekki að fara. Félagsskiptin hans Karius skipta mig engu. Mína staða hefur alltaf verið ljós: Ég vil fá að spila,“ sagði Simon Mignolet við belgíska blaðið Het Laatste Nieuws.

„Það skiptir engu hvort ég sé annar eða þriðji markvörður. Það sem skiptir máli er að fá mínútur. Enginn sagði neitt við mig eftir að Loris fór. Ég veit því ekki hver framtíð mín hjá Liverpool er. Við sjáum hvað gerist í vikunni,“ sagði Simon Mignolet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×