Liverpool leyfði Loris Karius að fara en ekki Mignolet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 18:30 Simon Mignolet. Vísir/Getty Simon Mignolet verður varamarkvörður Liverpool á þessari leiktíð og fær ekki að fara frá félaginu. Belgíski markvörðurinn vill fá tækifæri til að spila en það verða ekki margar mínútur í boði fyrir Mignolet hjá Liverpool í vetur. Liverpool keypti brasilíska landsliðsmarkvörðinn Alisson fyrir 65 milljónir punda og Alisson hefur haldið hreinu í þremur fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Simon Mignolet hélt að hann hefði vilyrði fyrir að fá að fara frá Liverpool áður en glugginn lokar í lok mánaðarins en samkvæmt frétt Guardian þá fær hann ekki að fara. Klopp vill ekki missa hann því væri aðeins eftir ungu markverðirnir Caoimhin Kelleher og Kamil Grabara sem báðir eru nítján ára gamlir.Liverpool refuse to let Simon Mignolet leave Anfield for another club @AHunterGuardianhttps://t.co/RPveirSAMO — Guardian sport (@guardian_sport) August 27, 2018 Simon Mignolet missti sæti sitt í Liverpool-liðinu til Loris Karius á síðustu leiktíð og sat mikið á varamannabekknum. Eftir mörg skrautleg mistök Loris Karius þá ákvað Jürgen Klopp að eyða stórri upphæð í nýjan markvörð í sumar. Loris Karius verður hins vegar ekki varamarkvörður Alisson því Liverpool samþykkti að senda hann á tveggja ára lánsamning til tyrkneska félagsins Besiktas. Besiktas ætlaði fyrst að fá Simon Mignolet að láni en Liverpool hafnaði því tilboði. Klopp var aftur á móti tilbúin að senda Loris Karius til Tyrklands. Simon Mignolet þarf því að sætta sig að vera varamarkvörður Alisson í vetur og fá lítið að spila. Belganum fyrst þetta mjög skrýtið. „Mér finnst það furðulegt að Karius var lánaður en ég, sem átti möguleika á að fara á láni, fæ ekki að fara. Félagsskiptin hans Karius skipta mig engu. Mína staða hefur alltaf verið ljós: Ég vil fá að spila,“ sagði Simon Mignolet við belgíska blaðið Het Laatste Nieuws. „Það skiptir engu hvort ég sé annar eða þriðji markvörður. Það sem skiptir máli er að fá mínútur. Enginn sagði neitt við mig eftir að Loris fór. Ég veit því ekki hver framtíð mín hjá Liverpool er. Við sjáum hvað gerist í vikunni,“ sagði Simon Mignolet. Enski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Simon Mignolet verður varamarkvörður Liverpool á þessari leiktíð og fær ekki að fara frá félaginu. Belgíski markvörðurinn vill fá tækifæri til að spila en það verða ekki margar mínútur í boði fyrir Mignolet hjá Liverpool í vetur. Liverpool keypti brasilíska landsliðsmarkvörðinn Alisson fyrir 65 milljónir punda og Alisson hefur haldið hreinu í þremur fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Simon Mignolet hélt að hann hefði vilyrði fyrir að fá að fara frá Liverpool áður en glugginn lokar í lok mánaðarins en samkvæmt frétt Guardian þá fær hann ekki að fara. Klopp vill ekki missa hann því væri aðeins eftir ungu markverðirnir Caoimhin Kelleher og Kamil Grabara sem báðir eru nítján ára gamlir.Liverpool refuse to let Simon Mignolet leave Anfield for another club @AHunterGuardianhttps://t.co/RPveirSAMO — Guardian sport (@guardian_sport) August 27, 2018 Simon Mignolet missti sæti sitt í Liverpool-liðinu til Loris Karius á síðustu leiktíð og sat mikið á varamannabekknum. Eftir mörg skrautleg mistök Loris Karius þá ákvað Jürgen Klopp að eyða stórri upphæð í nýjan markvörð í sumar. Loris Karius verður hins vegar ekki varamarkvörður Alisson því Liverpool samþykkti að senda hann á tveggja ára lánsamning til tyrkneska félagsins Besiktas. Besiktas ætlaði fyrst að fá Simon Mignolet að láni en Liverpool hafnaði því tilboði. Klopp var aftur á móti tilbúin að senda Loris Karius til Tyrklands. Simon Mignolet þarf því að sætta sig að vera varamarkvörður Alisson í vetur og fá lítið að spila. Belganum fyrst þetta mjög skrýtið. „Mér finnst það furðulegt að Karius var lánaður en ég, sem átti möguleika á að fara á láni, fæ ekki að fara. Félagsskiptin hans Karius skipta mig engu. Mína staða hefur alltaf verið ljós: Ég vil fá að spila,“ sagði Simon Mignolet við belgíska blaðið Het Laatste Nieuws. „Það skiptir engu hvort ég sé annar eða þriðji markvörður. Það sem skiptir máli er að fá mínútur. Enginn sagði neitt við mig eftir að Loris fór. Ég veit því ekki hver framtíð mín hjá Liverpool er. Við sjáum hvað gerist í vikunni,“ sagði Simon Mignolet.
Enski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira