Enski boltinn

PSG ekki að kaupa Eriksen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eriksen í leik með Tottenham.
Eriksen í leik með Tottenham. vísir/getty
Franski risinn, Paris Saint-Germain, hefur slegið á þá orðróma um að frönsku meistararnir séu á eftir danska miðjumanni Tottenham, Christian Eriksen.

Sögusagnir voru um það á Englandi í gær að PSG ætlaði að kaupa Danann á hundrað milljónir punda en félagsskiptaglugginn þar í landi lokar í vikunni.

PSG segir í pósti til AP fjölmiðilsins að þetta sé bull og vitleysa. Liðið sé ekki á höttunum eftir Eriksen og ætlar félagið að reyna hunsa félagsskiptagluggann það sem eftir er af honum.

Félagsskiptaglugginn í Englandi lokaði níunda ágúst en leikmenn á Englandi geta þó enn farið á milli landa, bara ekki innan Englands.

Eriksen gekk í raðir Tottenham frá Ajax fyrir fimm árum síðan en hann kostaði þá bara rúmar ellefu milljónir punda.

Síðan þá hefur hinn 26 ára gamli Eriksen skoraði 41 mark og lagt upp 43 mörk í rúmlega 150 leikjum en hann er orðinn einn besti leikmaður deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×