Enski boltinn

Mourinho: Okkar stuðningsmenn eru greindari en það

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho í stuði í kvöld.
Mourinho í stuði í kvöld. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, segir að stuðningsmenn United séu greindari en það að vera að hlusta á allt sem er sagt í sjónvarpinu og blöðunum.

United tapaði öðrum leiknum í röð á tímabilinu er liðið tapaði 3-0 fyrir Tottenham á heimavelli í kvöld. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Mourinho en hann var ánægður með fyrri hálfleikinn.

„Við æfðum vel í vikunni. Við undirbúum okkur mjög vel. Í hálfleik hefðum við getað 2-0, 2-1 eða 3-0 yfir og svo breytist leikurinn. Þá er staðan allt í einu 2-0,” sagði Mourinho við Sky Sports.

„Allir gátu fundið það að eitt mark breytti leiknum en þriðja mark þeirra drap leikinn,” en hvað fannst honum um stuðningsmenn United?

„Allir stuðningsmenn okkar lesa ekki blöðin, allir stuðningsmennirnir horfa ekki á sjónvarpið. Okkar stuðningsmenn eru gáfaðari en það. Þeir svöruðu á frábæra vegu.”

„Mér finnst það ekki eðlilegt að tapa leik á heimavelli,” sagði Mourinho að lokum hundfúll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×