Enski boltinn

Henry sagði nei við Bordeaux

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nei takk, strákar.
Nei takk, strákar. vísir/getty
Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Thierry Henry muni ekki taka boði franska liðsins Bordeaux um að verða næsti stjóri liðsins.

Bordeaux bauð Henry starfið í síðustu viku eftir að Gus Poyet hætti eftir að hafa sent stjórn liðsins tóninn eftir að þeir seldu helsta framherja liðsins.

Henry sagðist vilja fá helgina til að hugsa sig um en Sky segir að nú hafi gefið Bordeaux neikvætt svar í gærkvöldi.

Það sem fældi Henry frá var óvissa með eigendur félagsins en talið er að liðið gangi í gegnum eigendaskipti á næstu dögum.

Sky hefur heimildir fyrir því að nú muni stjórnarmenn Bordeaux snúa sér að fyrrum stjóra Leicester, Claudio Ranieri, en hann vann Englandsmeistaratitilinn ótrúlega með Leicester 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×