Leikmenn Man. United: Eitt tap í viðbót og þá verður Mourinho rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 17:30 Jose Mourinho og Luke Shaw eftir síðasta leik. Vísir/Getty Leikmenn og starfsmenn Manchester United líta svo á að Jose Mourinho fái bara einn leik til viðbótar til að bjarga starfi sínu á Old Trafford. Enska blaðið Daily Mail hefur heimildir fyrir því að tap á móti Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley um næstu helgi myndi þýða að Mourinho yrði látinn taka pokann sinn. Því trúa að minnsta kosti leikmenn og starfsmenn Manchester United sem blaðamenn Daily Mail hleruðu. Leikur Burnley og Manchester United fer fram á sunnudaginn en United-liðið hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og fengið á sig sex mörk í þeim. Tapleikirnir á móti Brighton (2-3) og Tottenham (0-3) hafa sett gríðarlega pressu á portúgalska stjórann sem hefur ekki verið í alltof góðu skapi að undanförnu.Jose Mourinho is one loss from the sack: Man United players and staff believe manager could get the chop if team lose at Burnley https://t.co/yPh7jft1kf | @ChrisWheelerDMpic.twitter.com/jcivTdE8gt — MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2018Jose Mourinho strunsaði út af blaðamannafundi eftir Tottenham leikinn en ekki áður en að hann minnti blaðamenn á það að hann væri búinn að vinna ensku úrvalsdeildina oftar en allir hinir nítján stjórar deildarinnar til samans. Mourinho hafði áður eytt dágóðri stundu inn á vellinum í að hughreysta leikmenn sína og klappa síðan lengi fyrir þeim stuðningsmönnum Manchester United sem höfðu ekki yfirgefið leikvanginn í reiðiskasti. Enskir miðlar hafa skrifað um það að Zinedine Zidane bíði tilbúinn á kantinum en fyrrum knattspyrnustjóri Real Madrid er sagður hafa mikinn áhuga á stjórastólnum hjá Manchester United. Eitt er víst að Jose Mourinho er í draumastarfinu þar sem hann fær fimmtán milljónir punda í árslaun. Portúgalinn er því aldrei að fara hætta sjálfur og brottrekstur hans myndi þýða stór útgjöld fyrir Manchester United.Report: Jose #Mourinho is one loss away from the sack: #MUFC players & staff believe he could get sacked if they lose to Burnley. Will Jose still be Man United's manager after this weekend? pic.twitter.com/ndlmvxXG10 — Football Super Tips (@FootySuperTips) August 29, 2018Daily Mail er líka með greiningu á vandamálastöðu Manchester United liðsins sem eru miðverðirnir. Jose Mourinho hefur þegar reynt sextán mismunandi útgáfur af þessum mikilvæga hluta varnarinnar í þeim 79 úrvalsleikjum sem hann hefur stjórnað liði United. Jose Mourinho hefur ennfremur gert 235 breytingar á byrjunarliði sínu síðan í ágúst 2016 en á sama tíma hefur Pep Guardola hjá Manchester City gert 219 breytingar og Jürgen Klopp hjá Liverpool hefur gert 189 breytingar Knattspyrnustjóri Tottenham, Mauricio Pochettino hefur síðan aðeins gert 177 breytingar á byrjunarliði sínu eða 58 færri en Jose Mourinho hefur gert á sama tíma. Enski boltinn Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Leikmenn og starfsmenn Manchester United líta svo á að Jose Mourinho fái bara einn leik til viðbótar til að bjarga starfi sínu á Old Trafford. Enska blaðið Daily Mail hefur heimildir fyrir því að tap á móti Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley um næstu helgi myndi þýða að Mourinho yrði látinn taka pokann sinn. Því trúa að minnsta kosti leikmenn og starfsmenn Manchester United sem blaðamenn Daily Mail hleruðu. Leikur Burnley og Manchester United fer fram á sunnudaginn en United-liðið hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og fengið á sig sex mörk í þeim. Tapleikirnir á móti Brighton (2-3) og Tottenham (0-3) hafa sett gríðarlega pressu á portúgalska stjórann sem hefur ekki verið í alltof góðu skapi að undanförnu.Jose Mourinho is one loss from the sack: Man United players and staff believe manager could get the chop if team lose at Burnley https://t.co/yPh7jft1kf | @ChrisWheelerDMpic.twitter.com/jcivTdE8gt — MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2018Jose Mourinho strunsaði út af blaðamannafundi eftir Tottenham leikinn en ekki áður en að hann minnti blaðamenn á það að hann væri búinn að vinna ensku úrvalsdeildina oftar en allir hinir nítján stjórar deildarinnar til samans. Mourinho hafði áður eytt dágóðri stundu inn á vellinum í að hughreysta leikmenn sína og klappa síðan lengi fyrir þeim stuðningsmönnum Manchester United sem höfðu ekki yfirgefið leikvanginn í reiðiskasti. Enskir miðlar hafa skrifað um það að Zinedine Zidane bíði tilbúinn á kantinum en fyrrum knattspyrnustjóri Real Madrid er sagður hafa mikinn áhuga á stjórastólnum hjá Manchester United. Eitt er víst að Jose Mourinho er í draumastarfinu þar sem hann fær fimmtán milljónir punda í árslaun. Portúgalinn er því aldrei að fara hætta sjálfur og brottrekstur hans myndi þýða stór útgjöld fyrir Manchester United.Report: Jose #Mourinho is one loss away from the sack: #MUFC players & staff believe he could get sacked if they lose to Burnley. Will Jose still be Man United's manager after this weekend? pic.twitter.com/ndlmvxXG10 — Football Super Tips (@FootySuperTips) August 29, 2018Daily Mail er líka með greiningu á vandamálastöðu Manchester United liðsins sem eru miðverðirnir. Jose Mourinho hefur þegar reynt sextán mismunandi útgáfur af þessum mikilvæga hluta varnarinnar í þeim 79 úrvalsleikjum sem hann hefur stjórnað liði United. Jose Mourinho hefur ennfremur gert 235 breytingar á byrjunarliði sínu síðan í ágúst 2016 en á sama tíma hefur Pep Guardola hjá Manchester City gert 219 breytingar og Jürgen Klopp hjá Liverpool hefur gert 189 breytingar Knattspyrnustjóri Tottenham, Mauricio Pochettino hefur síðan aðeins gert 177 breytingar á byrjunarliði sínu eða 58 færri en Jose Mourinho hefur gert á sama tíma.
Enski boltinn Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira