Jürgen Klopp: Liverpool er eins og Rocky Balboa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 12:30 Jürgen Klopp afslappaður með ungum stuðningsmanni Liverpool. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir liðið sitt ekki vera eitt af þeim sigurstranglegustu í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Liverpool raðaði inn mörkum á síðasta tímabili og komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Í sumar hefur liðið síðan styrkt sig með fjórum öflugum leikmönnum í þeim Naby Keita, Fabinho, Xherdan Shaqiri og markverðinum Alisson. Leikmennirnir fjórir kostuðu 170 milljónir punda og það sem og gott gengi á undirbúningstímabilinu hefur kallað á mun meiri pressu. Nú búast flestir við að Liverpool berjist fyrir alvöru um enska meistaratitilinn. „Við verðum að vera stöðugri og við vitum það. Við getum lagað margt í bæði sókn og vörn. Við þurfum að laga allt hjá okkur,“ sagði Jürgen Klopp. Sky Sports segir frá. „Það verður ekki bara erfitt fyrir okkur að brúa bilið milli Manchester City og hinna liðanna. Það er erfitt fyrir alla,“ sagði Klopp. Liverpool vann Manchester City þrisvar sinnum í öllum keppnum á síðustu leiktíð en endaði samt 25 stigum á eftir lærisveinum Pep Guardiola í ensku deildinni. „Manchester City er enskur meistari, þeir misstu engan leikmann og fengu til sín [Riyad] Mahrez. Þeir eru því ekkert veikari. Við sáum það líka á móti Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn,“ sagði Klopp. „Við erum ennþá Rocky Balboa en ekki Ivan Drago. Við erum enn þeir sem þurfa að gera meira og berjast meira. Það verður að vera okkar hugarfar,“ sagði Klopp. Fyrsti leikur Liverpool á tímabilinu er á móti West Ham í hádeginu á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir liðið sitt ekki vera eitt af þeim sigurstranglegustu í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Liverpool raðaði inn mörkum á síðasta tímabili og komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Í sumar hefur liðið síðan styrkt sig með fjórum öflugum leikmönnum í þeim Naby Keita, Fabinho, Xherdan Shaqiri og markverðinum Alisson. Leikmennirnir fjórir kostuðu 170 milljónir punda og það sem og gott gengi á undirbúningstímabilinu hefur kallað á mun meiri pressu. Nú búast flestir við að Liverpool berjist fyrir alvöru um enska meistaratitilinn. „Við verðum að vera stöðugri og við vitum það. Við getum lagað margt í bæði sókn og vörn. Við þurfum að laga allt hjá okkur,“ sagði Jürgen Klopp. Sky Sports segir frá. „Það verður ekki bara erfitt fyrir okkur að brúa bilið milli Manchester City og hinna liðanna. Það er erfitt fyrir alla,“ sagði Klopp. Liverpool vann Manchester City þrisvar sinnum í öllum keppnum á síðustu leiktíð en endaði samt 25 stigum á eftir lærisveinum Pep Guardiola í ensku deildinni. „Manchester City er enskur meistari, þeir misstu engan leikmann og fengu til sín [Riyad] Mahrez. Þeir eru því ekkert veikari. Við sáum það líka á móti Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn,“ sagði Klopp. „Við erum ennþá Rocky Balboa en ekki Ivan Drago. Við erum enn þeir sem þurfa að gera meira og berjast meira. Það verður að vera okkar hugarfar,“ sagði Klopp. Fyrsti leikur Liverpool á tímabilinu er á móti West Ham í hádeginu á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira