Enski boltinn

Guardiola pirraður því Luiz fékk ekki atvinnuleyfi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luiz í leik á undirbúningstímabilinu með City.
Luiz í leik á undirbúningstímabilinu með City. vísir/getty

Pep Guardiola, stjóri Man. City, staðfesti í dag að félaginu hafi mistekist að fá atvinnuleyfi fyrir Douglas Luiz og spilar hann því ekki með félaginu á komandi leiktíð.

Hinn 20 ára gamli Douglas gekk í raðir City fyrir ári síðan fyrir tíu milljónir punda. Hann var lánaður til Girona á síðustu leiktíð og líklegt er að það verði aftur raunin á þessari leiktíð.

Guardiola hafði vonast til að Luiz myndi gefa honum fleiri möguleika á miðsvæðinu en að endingu tókst ekki að fá atvinnuleyfi fyrir hann. Guardiola var ekki skemmt.

„Hann fær ekki leyfi. Við reynum að koma honum á lán og reyna fá atvinnuleyfi. Það er svo erfitt fyrir mig að skilja þetta,” sagði Guardiola og hélt áfram:

„Einhver sem sér aldrei leikmanninn ákveður hvort að hann hafi hæfileikina til að spila eða ekki. Ég samþykki reglurnar en ég skil þetta ekki.

„Ég er vonsvikinn og sár fyrir Douglas því hann hefði hjálpað okkur,” sagði Guardiola vel pirraður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.