Erlent

Eltur á röndum af ungum íkorna

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Íkorninn kominn í umsjá lögreglunnar í Karlsruhe.
Íkorninn kominn í umsjá lögreglunnar í Karlsruhe. Vísir/EPA

Lögreglan í Karlsruhe í Þýskalandi fékk tilkynningu á fimmtudag frá manni í bænum sem bað um hjálp vegna þess að íkorni elti hann á röndum. Um var að ræða íkornaunga. Maðurinn gat með engu móti hrist dýrið af sér og stóð eltingaleikurinn enn yfir þegar lögregla kom á svæðið. The Guardian greinir frá þessu.

Eltingaleikurinn stóð þó ekki lengi yfir eftir að lögregla kom á vettvang en litla dýrið sofnaði enda örugglega búinn á því eftir áreynsluna. Lögregluþjónarnir fundu til með dýrinu sem hefur líklegast orðið viðskila við móður sína. Lögregla telur líklega að unginn hafi elt manninn í leit að nýju heimili.

Lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang tóku sofandi íkornaungann í sína vörslu og fóru svo með í dýraathvarf en áður en þeir gerðu það gáfu þeir honum nafnið Karl-Friedrich.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.