Hvatti Breta til að hætta að styðja kjarnorkusamninginn Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 10:11 Woody Johnson, sendiherra Bandaríkjanna á Bretlandi. Vísir/EPA Sendiherra Bandaríkjanna á Bretlandi hvatti bresk stjórnvöld til þess að hætta stuðningi sínum við kjarnorkusamning heimsveldanna við Íran frá árinu 2015. Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum í maí. Evrópuríki hafa staðið við samninginn þrátt fyrir brotthvarf Bandaríkjanna. Bretar hafa ásamt Frökkum og Þjóðverjum reynt að að halda lífi í samningnum undanfarna mánuði. Woody Johnson, sendiherra Bandaríkjanna, skrifaði grein í Sunday Telegraph í dag þar sem hann gagnrýndi írönsk stjórnvöld fyrir að fjármagna „staðgöngustríð og illa innrættar aðgerðir“. Þau þyrftu að gera breytingar og haga sér eins og „venjulegt“ land. „Þangað til þá ætla Bandaríkin að auka þrýstinginn og við viljum Bretland við hlið okkar,“ skrifar Johnson og óskar eftir stuðningi Breta.Reuters-fréttastofan segir að breska utanríkisráðuneytið hafi vísað á ummæli Alistair Burt, ráðherra málefna Mið-Austurlanda, þegar það var spurt út í grein bandaríska sendiherrans. Burt hafnaði því að Bretar myndu fylgja Bandaríkjamönnum út úr samkomulaginu í síðustu viku. Ríkisstjórnin væri þó opin fyrir því að ræða við bandarísk stjórnvöld um áhyggjur þeirra af Íran. Bandaríkin Tengdar fréttir Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Sendiherra Bandaríkjanna á Bretlandi hvatti bresk stjórnvöld til þess að hætta stuðningi sínum við kjarnorkusamning heimsveldanna við Íran frá árinu 2015. Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum í maí. Evrópuríki hafa staðið við samninginn þrátt fyrir brotthvarf Bandaríkjanna. Bretar hafa ásamt Frökkum og Þjóðverjum reynt að að halda lífi í samningnum undanfarna mánuði. Woody Johnson, sendiherra Bandaríkjanna, skrifaði grein í Sunday Telegraph í dag þar sem hann gagnrýndi írönsk stjórnvöld fyrir að fjármagna „staðgöngustríð og illa innrættar aðgerðir“. Þau þyrftu að gera breytingar og haga sér eins og „venjulegt“ land. „Þangað til þá ætla Bandaríkin að auka þrýstinginn og við viljum Bretland við hlið okkar,“ skrifar Johnson og óskar eftir stuðningi Breta.Reuters-fréttastofan segir að breska utanríkisráðuneytið hafi vísað á ummæli Alistair Burt, ráðherra málefna Mið-Austurlanda, þegar það var spurt út í grein bandaríska sendiherrans. Burt hafnaði því að Bretar myndu fylgja Bandaríkjamönnum út úr samkomulaginu í síðustu viku. Ríkisstjórnin væri þó opin fyrir því að ræða við bandarísk stjórnvöld um áhyggjur þeirra af Íran.
Bandaríkin Tengdar fréttir Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44
Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32