Nýtt tímabil, sömu vandamál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2018 13:00 Unai Emery, nýr stjóri Arsenal, í fyrsta leiknum um helgina. Vísir/Getty Þrátt fyrir að annar en Arsene Wenger væri á hliðarlínunni hjá Arsenal í fyrsta sinn í 22 ár sást ekki mikil breyting á leik liðsins frá síðustu árum gegn Manchester City í síðasta leik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Strákarnir hans Pep Guardiola héldu hins vegar uppteknum hætti frá síðasta tímabili og unnu öruggan sigur. Þetta er áttunda árið í röð sem City vinnur sinn leik í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Unai Emery, sem tók við Arsenal af Wenger í sumar, verður ekki dæmdur af leiknum í gær en ljóst er að hans bíður ærið verkefni. Arsenal fékk á sig 51 mark í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og vörnin var í vandræðum í leiknum í gær. Pressa City gerði Arsenal erfitt fyrir og óöryggið aftast á vellinum var mikið. Petr Cech hélt meisturunum í skefjum í upphafi leiks. Tékkinn leit hins vegar ekki vel út þegar Raheem Sterling kom City yfir á 14. mínútu með föstu skoti fyrir utan teig. Þetta var fimmtugasta mark hans í ensku úrvalsdeildinni.Svekktir leikmenn Arsenal.Vísir/GettyÍ aðdraganda marksins lék Sterling á Matteo Guendouzi, 19 ára gamlan Frakka sem lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í gær. Guendouzi var keyptur frá franska B-deildarliðinu Lorient og stökkið yfir í leik gegn Englandsmeisturunum var alltof stórt fyrir hann. Á meðan byrjaði Lucas Torreira, úrúgvæski miðjumaðurinn sem var keyptur frá Sampdoria, bekknum. Staðan í hálfleik var 0-1, City í vil. Arsenal sótti af veikum mætti í seinni hálfleik en það var alltaf líklegra að meistararnir myndu bæta við marki en Skytturnar að jafna metin. Og það var nákvæmlega það sem gerðist. Á 64. mínútu skoraði Bernardo Silva með frábæru skoti eftir sendingu Benjamins Mendy. Þetta var fimmta mark Silva í síðustu sjö leikjum sínum í byrjunarliði City í ensku úrvalsdeildinni. Mendy lagði einnig fyrsta markið upp og innkoma hans gerir gott lið enn betra. Frakkinn missti af nær öllu síðasta tímabili vegna hnémeiðsla. Mendy er ekki bara hress á Twitter heldur hörkuleikmaður sem kemur með nýja vídd í leik meistaranna. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur City staðreynd, þrátt fyrir að Kevin De Bruyne hafi byrjað á bekknum og David Silva verið fjarri góðu gamni. City-menn rústuðu ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og settu fjölmörg met í leiðinni. Og miðað við byrjunina á þessu tímabili ætla þeir ekki að gefa neitt eftir. Um síðustu helgi unnu þeir Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn og þeir áttu í álíka litlum vandræðum með að leggja Arsenal að velli í gær. Þeir eru liðið sem öll hin þurfa að vinna. „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta," sagði Guardiola sjálfsöruggur eftir leikinn í gær. „Við spiluðum af krafti, sköpuðum mörg færi og frammistaðan var góð. Við verðum betri og betri með hverjum deginum. Ég er heppinn að vera stjóri Manchester City. Við gerum alltaf okkar besta. Ég er með frábæran leikmannahóp." Kollegi hans hjá Arsenal hefur hins vegar um nóg að hugsa fyrir leikinn gegn Chelsea um næstu helgi. Emery verður ekki krossfestur fyrir frammistöðu sinna manna gegn besta liði ensku úrvalsdeildarinnar en Baskinn hlýtur að vera ósáttur með hversu auðveldlega City spilaði í sig gegnum vörn heimamanna. Emery var ætlað að laga skipulagið í leik Arsenal og koma skikki á varnarleikinn. Hann þarf hins vegar meiri tíma. Sem betur fer mætir Arsenal ekki City í hverri umferð. Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Þrátt fyrir að annar en Arsene Wenger væri á hliðarlínunni hjá Arsenal í fyrsta sinn í 22 ár sást ekki mikil breyting á leik liðsins frá síðustu árum gegn Manchester City í síðasta leik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Strákarnir hans Pep Guardiola héldu hins vegar uppteknum hætti frá síðasta tímabili og unnu öruggan sigur. Þetta er áttunda árið í röð sem City vinnur sinn leik í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Unai Emery, sem tók við Arsenal af Wenger í sumar, verður ekki dæmdur af leiknum í gær en ljóst er að hans bíður ærið verkefni. Arsenal fékk á sig 51 mark í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og vörnin var í vandræðum í leiknum í gær. Pressa City gerði Arsenal erfitt fyrir og óöryggið aftast á vellinum var mikið. Petr Cech hélt meisturunum í skefjum í upphafi leiks. Tékkinn leit hins vegar ekki vel út þegar Raheem Sterling kom City yfir á 14. mínútu með föstu skoti fyrir utan teig. Þetta var fimmtugasta mark hans í ensku úrvalsdeildinni.Svekktir leikmenn Arsenal.Vísir/GettyÍ aðdraganda marksins lék Sterling á Matteo Guendouzi, 19 ára gamlan Frakka sem lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í gær. Guendouzi var keyptur frá franska B-deildarliðinu Lorient og stökkið yfir í leik gegn Englandsmeisturunum var alltof stórt fyrir hann. Á meðan byrjaði Lucas Torreira, úrúgvæski miðjumaðurinn sem var keyptur frá Sampdoria, bekknum. Staðan í hálfleik var 0-1, City í vil. Arsenal sótti af veikum mætti í seinni hálfleik en það var alltaf líklegra að meistararnir myndu bæta við marki en Skytturnar að jafna metin. Og það var nákvæmlega það sem gerðist. Á 64. mínútu skoraði Bernardo Silva með frábæru skoti eftir sendingu Benjamins Mendy. Þetta var fimmta mark Silva í síðustu sjö leikjum sínum í byrjunarliði City í ensku úrvalsdeildinni. Mendy lagði einnig fyrsta markið upp og innkoma hans gerir gott lið enn betra. Frakkinn missti af nær öllu síðasta tímabili vegna hnémeiðsla. Mendy er ekki bara hress á Twitter heldur hörkuleikmaður sem kemur með nýja vídd í leik meistaranna. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur City staðreynd, þrátt fyrir að Kevin De Bruyne hafi byrjað á bekknum og David Silva verið fjarri góðu gamni. City-menn rústuðu ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og settu fjölmörg met í leiðinni. Og miðað við byrjunina á þessu tímabili ætla þeir ekki að gefa neitt eftir. Um síðustu helgi unnu þeir Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn og þeir áttu í álíka litlum vandræðum með að leggja Arsenal að velli í gær. Þeir eru liðið sem öll hin þurfa að vinna. „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta," sagði Guardiola sjálfsöruggur eftir leikinn í gær. „Við spiluðum af krafti, sköpuðum mörg færi og frammistaðan var góð. Við verðum betri og betri með hverjum deginum. Ég er heppinn að vera stjóri Manchester City. Við gerum alltaf okkar besta. Ég er með frábæran leikmannahóp." Kollegi hans hjá Arsenal hefur hins vegar um nóg að hugsa fyrir leikinn gegn Chelsea um næstu helgi. Emery verður ekki krossfestur fyrir frammistöðu sinna manna gegn besta liði ensku úrvalsdeildarinnar en Baskinn hlýtur að vera ósáttur með hversu auðveldlega City spilaði í sig gegnum vörn heimamanna. Emery var ætlað að laga skipulagið í leik Arsenal og koma skikki á varnarleikinn. Hann þarf hins vegar meiri tíma. Sem betur fer mætir Arsenal ekki City í hverri umferð.
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira