Nýtt tímabil, sömu vandamál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2018 13:00 Unai Emery, nýr stjóri Arsenal, í fyrsta leiknum um helgina. Vísir/Getty Þrátt fyrir að annar en Arsene Wenger væri á hliðarlínunni hjá Arsenal í fyrsta sinn í 22 ár sást ekki mikil breyting á leik liðsins frá síðustu árum gegn Manchester City í síðasta leik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Strákarnir hans Pep Guardiola héldu hins vegar uppteknum hætti frá síðasta tímabili og unnu öruggan sigur. Þetta er áttunda árið í röð sem City vinnur sinn leik í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Unai Emery, sem tók við Arsenal af Wenger í sumar, verður ekki dæmdur af leiknum í gær en ljóst er að hans bíður ærið verkefni. Arsenal fékk á sig 51 mark í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og vörnin var í vandræðum í leiknum í gær. Pressa City gerði Arsenal erfitt fyrir og óöryggið aftast á vellinum var mikið. Petr Cech hélt meisturunum í skefjum í upphafi leiks. Tékkinn leit hins vegar ekki vel út þegar Raheem Sterling kom City yfir á 14. mínútu með föstu skoti fyrir utan teig. Þetta var fimmtugasta mark hans í ensku úrvalsdeildinni.Svekktir leikmenn Arsenal.Vísir/GettyÍ aðdraganda marksins lék Sterling á Matteo Guendouzi, 19 ára gamlan Frakka sem lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í gær. Guendouzi var keyptur frá franska B-deildarliðinu Lorient og stökkið yfir í leik gegn Englandsmeisturunum var alltof stórt fyrir hann. Á meðan byrjaði Lucas Torreira, úrúgvæski miðjumaðurinn sem var keyptur frá Sampdoria, bekknum. Staðan í hálfleik var 0-1, City í vil. Arsenal sótti af veikum mætti í seinni hálfleik en það var alltaf líklegra að meistararnir myndu bæta við marki en Skytturnar að jafna metin. Og það var nákvæmlega það sem gerðist. Á 64. mínútu skoraði Bernardo Silva með frábæru skoti eftir sendingu Benjamins Mendy. Þetta var fimmta mark Silva í síðustu sjö leikjum sínum í byrjunarliði City í ensku úrvalsdeildinni. Mendy lagði einnig fyrsta markið upp og innkoma hans gerir gott lið enn betra. Frakkinn missti af nær öllu síðasta tímabili vegna hnémeiðsla. Mendy er ekki bara hress á Twitter heldur hörkuleikmaður sem kemur með nýja vídd í leik meistaranna. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur City staðreynd, þrátt fyrir að Kevin De Bruyne hafi byrjað á bekknum og David Silva verið fjarri góðu gamni. City-menn rústuðu ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og settu fjölmörg met í leiðinni. Og miðað við byrjunina á þessu tímabili ætla þeir ekki að gefa neitt eftir. Um síðustu helgi unnu þeir Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn og þeir áttu í álíka litlum vandræðum með að leggja Arsenal að velli í gær. Þeir eru liðið sem öll hin þurfa að vinna. „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta," sagði Guardiola sjálfsöruggur eftir leikinn í gær. „Við spiluðum af krafti, sköpuðum mörg færi og frammistaðan var góð. Við verðum betri og betri með hverjum deginum. Ég er heppinn að vera stjóri Manchester City. Við gerum alltaf okkar besta. Ég er með frábæran leikmannahóp." Kollegi hans hjá Arsenal hefur hins vegar um nóg að hugsa fyrir leikinn gegn Chelsea um næstu helgi. Emery verður ekki krossfestur fyrir frammistöðu sinna manna gegn besta liði ensku úrvalsdeildarinnar en Baskinn hlýtur að vera ósáttur með hversu auðveldlega City spilaði í sig gegnum vörn heimamanna. Emery var ætlað að laga skipulagið í leik Arsenal og koma skikki á varnarleikinn. Hann þarf hins vegar meiri tíma. Sem betur fer mætir Arsenal ekki City í hverri umferð. Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Þrátt fyrir að annar en Arsene Wenger væri á hliðarlínunni hjá Arsenal í fyrsta sinn í 22 ár sást ekki mikil breyting á leik liðsins frá síðustu árum gegn Manchester City í síðasta leik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Strákarnir hans Pep Guardiola héldu hins vegar uppteknum hætti frá síðasta tímabili og unnu öruggan sigur. Þetta er áttunda árið í röð sem City vinnur sinn leik í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Unai Emery, sem tók við Arsenal af Wenger í sumar, verður ekki dæmdur af leiknum í gær en ljóst er að hans bíður ærið verkefni. Arsenal fékk á sig 51 mark í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og vörnin var í vandræðum í leiknum í gær. Pressa City gerði Arsenal erfitt fyrir og óöryggið aftast á vellinum var mikið. Petr Cech hélt meisturunum í skefjum í upphafi leiks. Tékkinn leit hins vegar ekki vel út þegar Raheem Sterling kom City yfir á 14. mínútu með föstu skoti fyrir utan teig. Þetta var fimmtugasta mark hans í ensku úrvalsdeildinni.Svekktir leikmenn Arsenal.Vísir/GettyÍ aðdraganda marksins lék Sterling á Matteo Guendouzi, 19 ára gamlan Frakka sem lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í gær. Guendouzi var keyptur frá franska B-deildarliðinu Lorient og stökkið yfir í leik gegn Englandsmeisturunum var alltof stórt fyrir hann. Á meðan byrjaði Lucas Torreira, úrúgvæski miðjumaðurinn sem var keyptur frá Sampdoria, bekknum. Staðan í hálfleik var 0-1, City í vil. Arsenal sótti af veikum mætti í seinni hálfleik en það var alltaf líklegra að meistararnir myndu bæta við marki en Skytturnar að jafna metin. Og það var nákvæmlega það sem gerðist. Á 64. mínútu skoraði Bernardo Silva með frábæru skoti eftir sendingu Benjamins Mendy. Þetta var fimmta mark Silva í síðustu sjö leikjum sínum í byrjunarliði City í ensku úrvalsdeildinni. Mendy lagði einnig fyrsta markið upp og innkoma hans gerir gott lið enn betra. Frakkinn missti af nær öllu síðasta tímabili vegna hnémeiðsla. Mendy er ekki bara hress á Twitter heldur hörkuleikmaður sem kemur með nýja vídd í leik meistaranna. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur City staðreynd, þrátt fyrir að Kevin De Bruyne hafi byrjað á bekknum og David Silva verið fjarri góðu gamni. City-menn rústuðu ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og settu fjölmörg met í leiðinni. Og miðað við byrjunina á þessu tímabili ætla þeir ekki að gefa neitt eftir. Um síðustu helgi unnu þeir Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn og þeir áttu í álíka litlum vandræðum með að leggja Arsenal að velli í gær. Þeir eru liðið sem öll hin þurfa að vinna. „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta," sagði Guardiola sjálfsöruggur eftir leikinn í gær. „Við spiluðum af krafti, sköpuðum mörg færi og frammistaðan var góð. Við verðum betri og betri með hverjum deginum. Ég er heppinn að vera stjóri Manchester City. Við gerum alltaf okkar besta. Ég er með frábæran leikmannahóp." Kollegi hans hjá Arsenal hefur hins vegar um nóg að hugsa fyrir leikinn gegn Chelsea um næstu helgi. Emery verður ekki krossfestur fyrir frammistöðu sinna manna gegn besta liði ensku úrvalsdeildarinnar en Baskinn hlýtur að vera ósáttur með hversu auðveldlega City spilaði í sig gegnum vörn heimamanna. Emery var ætlað að laga skipulagið í leik Arsenal og koma skikki á varnarleikinn. Hann þarf hins vegar meiri tíma. Sem betur fer mætir Arsenal ekki City í hverri umferð.
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira