Erlent

Árásin rannsökuð sem hryðjuverk

Samúel Karl Ólason skrifar
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn hafi ekið bíl af gerðinni Ford Fiesta á fólk við þinghúsið áður en hann keyrði á öryggishlið. Hann var einni í bílnum og þar fundust engin vopn.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn hafi ekið bíl af gerðinni Ford Fiesta á fólk við þinghúsið áður en hann keyrði á öryggishlið. Hann var einni í bílnum og þar fundust engin vopn. Vísir/AP
Lögreglan í Bretlandi lítur á atvik þar sem maður ók bíl sínum á fólk við þinghúsið í London í morgun sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn, sem er á þrítugsaldri, hefur verið handtekinn. Enginn er sagður hafa látið lífið en minnst tveir slösuðust í árásinni. Meiðsl þeirra eru ekki sögð vera alvarleg.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn hafi ekið bíl af gerðinni Ford Fiesta á fólk við þinghúsið áður en hann keyrði á öryggishlið. Hann var einn í bílnum og þar fundust engin vopn.

Rannsókn á vettvangi stendur enn yfir og verður svæðinu lokað í dag, samkvæmt lögreglunni. Þá geta íbúar London búist við því að sjá fleiri vopnaða lögregluþjóna á næstunni.

Lögreglan hefur einnig biðlað til þeirra sem hafa upplýsingar um málið eða náðu myndum og myndböndum af atvikinu að setja sig í samband við lögregluþjóna.

Hér að neðan má sjá myndband af árásinni.


Tengdar fréttir

Ekið á fólk í Lundúnum

Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem ók bíl sínum inn í hóp gangandi vegfarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×