Erlent

Ekið á fólk í Lundúnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Karlmaðurinn var handjárnaður og fluttur á lögreglustöð.
Karlmaðurinn var handjárnaður og fluttur á lögreglustöð. Skjáskot
Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem ók bíl sínum inn í hóp gangandi vegfarenda í morgun. Atvikið átti sér stað nærri Westminster, þar sem breska þinghúsið er að finna.

Fjöldi vopnaðra lögreglumanna var sendur á vettvang og að sögn Sky er málið meðhöndlað sem hryðjuverk.

Búið er að girða af stórt svæði í kringum þinghúsið. Vitni segja í samtali við þarlenda miðla að bíll mannsins hafi hafnað á öryggisgirðingu við þinghúsið og að maðurinn hafi verið leiddur úr bílnum í járnum.

Á Twitter-síðu Lundúnarlögreglunnar kemur fram að tveir vegfarendur hafi slasast þegar þeir urðu fyrir bílnum. Meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg.

Lögreglan mun senda frá sér tilkynningu síðar í dag um málið. Það eina sem hún hefur gefið upp á þessari stundu er að bílstjórinn hafi verið karlmaður.

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×