Íslenski boltinn

Gunnleifur var búinn að halda hreinu í 764 mínútur í fyrri hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson er fyrirliði og markvörður Breiðabliks.
Gunnleifur Gunnleifsson er fyrirliði og markvörður Breiðabliks. vísir/bára

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, fékk í gær á sig sitt fyrsta mark í fyrri hálfleik á timabilinu.

Breiðabliksliðið var ekki búið að fá á sig mark í fyrri hálfleik í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins.

Víkingurinn Geoffrey Castillion varð fyrstur til að skora hjá Gunnleifi á fyrstu 45 mínútum í sumar.

Þegar Castillion skallaði boltann framhjá Gunnleifi þá var Breiðabliksliðið búið að spila í 764 mínútur án þess að fá á sig mark í fyrri hálfleik.

Síðastur á undan Castillion til að skora hjá Gunnleifi í fyrri hálfleik var Eyjamaðurinn Shahab Zahedi.


Mörkin sem Blikar hafa fengið á sig í sumar hafa komið á þessum tíma í leikjunum:

Fyrri hálfleikur: 1 mark
1.-15. mínúta: 0 mörk
16.-30. mínúta: 1 mark
31.-45. mínúta: 0 mörk

Seinni hálfleikur: 10 mörk
46.-60. mínúta: 3 mörk
61.-75. mínúta: 4 mörk
76.-90. mínúta: 3 mörkAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.