Um þrjú hundruð kaþólskir prestar í Pennsylvaníu sakaðir um barnaníð Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2018 20:34 Josh Shapiro, dómsmálaráðherra Pennsylvaníu, kynnti efni skýrslunnar í dag. Vísir/AP Rúmlega þrjú hundruð prestar kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum eru taldir hafa brotið kynferðislega gegn rúmlega þúsund börnum á síðustu áratugum. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar yfirvalda sem kynnt var fyrr í dag. Washington Post segir frá. Brotin eiga að hafa verið framin á sjötíu ára tímabili og verið þögguð niður af kaþólsku kirkjunni í ríkinu að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Skýrslan byggir á tugum viðtala við fórnarlömb og um hálfa milljón skjala úr fórum kirkjunnar. „Við teljum að raunverulegur fjöldi barna, upplýsingar hverra hafa horfið eða sem voru of hrædd til að stíga fram, sé nokkur þúsund,“ segir í skýrslunni sem er um 1.400 síður að lengd.Sú umfangsmesta frá Boston-skýrslunni Rannsóknin var framkvæmd að beiðni ríkissaksóknaraembættisins í Pennsylvaníu. Þetta er ein umfangsmesta rannsóknin á kynferðisbrotum þjóna kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum frá því að upp komst um brot presta í Boston í Massachusetts fyrir um tuttugu árum. Ekki er ljóst hvað mörg brot í Pennsylvaníu komi til með að leiða til málaferla. Vegna þöggunnar kirkjunnar er ljóst að mörg brotin séu fyrnd. Í skýrslunni er þó tiltekið að tveir prestar hafi brotið gegn börnum síðasta áratuginn.Í skýrslunni kemur ennfremur fram að flest fórnarlömb prestanna hafi ekki verið orðin kynþroska þegar brotið var gegn þeim og þeim hafi verið stjórnað, meðal annars með hjálp áfengis og kláms.Vörðu kirkjuna Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar eiga að hafa skipulega þaggað niður brotin og varið þjóna kirkjunnar og kirkjuna sjálfa gegn öllum þeim ásökunum sem á þau voru borin. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því að fjölmargir grunaðra hafi reynt að koma í veg fyrir birtingu skýrslunnar. Saksóknarar, fjölmiðlar og fórnarlömb hafi þrýst á að skýrslan verði gerð opinber, en æðsti dómstóll ríkisins úrskurðaði í síðasta mánuði að svo skyldi vera. Nokkur þeirra nafna sem fram koma í skýrslunni hafa þó verið afmáð. Bandaríkin Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Rúmlega þrjú hundruð prestar kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum eru taldir hafa brotið kynferðislega gegn rúmlega þúsund börnum á síðustu áratugum. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar yfirvalda sem kynnt var fyrr í dag. Washington Post segir frá. Brotin eiga að hafa verið framin á sjötíu ára tímabili og verið þögguð niður af kaþólsku kirkjunni í ríkinu að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Skýrslan byggir á tugum viðtala við fórnarlömb og um hálfa milljón skjala úr fórum kirkjunnar. „Við teljum að raunverulegur fjöldi barna, upplýsingar hverra hafa horfið eða sem voru of hrædd til að stíga fram, sé nokkur þúsund,“ segir í skýrslunni sem er um 1.400 síður að lengd.Sú umfangsmesta frá Boston-skýrslunni Rannsóknin var framkvæmd að beiðni ríkissaksóknaraembættisins í Pennsylvaníu. Þetta er ein umfangsmesta rannsóknin á kynferðisbrotum þjóna kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum frá því að upp komst um brot presta í Boston í Massachusetts fyrir um tuttugu árum. Ekki er ljóst hvað mörg brot í Pennsylvaníu komi til með að leiða til málaferla. Vegna þöggunnar kirkjunnar er ljóst að mörg brotin séu fyrnd. Í skýrslunni er þó tiltekið að tveir prestar hafi brotið gegn börnum síðasta áratuginn.Í skýrslunni kemur ennfremur fram að flest fórnarlömb prestanna hafi ekki verið orðin kynþroska þegar brotið var gegn þeim og þeim hafi verið stjórnað, meðal annars með hjálp áfengis og kláms.Vörðu kirkjuna Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar eiga að hafa skipulega þaggað niður brotin og varið þjóna kirkjunnar og kirkjuna sjálfa gegn öllum þeim ásökunum sem á þau voru borin. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því að fjölmargir grunaðra hafi reynt að koma í veg fyrir birtingu skýrslunnar. Saksóknarar, fjölmiðlar og fórnarlömb hafi þrýst á að skýrslan verði gerð opinber, en æðsti dómstóll ríkisins úrskurðaði í síðasta mánuði að svo skyldi vera. Nokkur þeirra nafna sem fram koma í skýrslunni hafa þó verið afmáð.
Bandaríkin Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira